Skref í rétta átt

Það er skref í rétta átt að refsa fyrir kaup á vændi en ekki sölu. En það er ekki lausnin á vandanum sem slíkum. Í fyrsta lagi getur svona bann fært starfsemina neðanjarðar með tilheyrandi hættu. Í öðru lagi er grátt svæði hvað er vændi og hvað ekki. Nú, svo er það spurningin um réttindi hinnar hýpóþetísku "hamingjusömu hóru" sem sumir vilja meina að sé til. Þessi þrjú atriði eru hins vegar öll "secondary" mál.

Aðalatriðið er það sem rekur konur út í vændi. Fátækt. Fátækt fylgja úrræðaleysi, vímuefnaneysla, léleg sjálfsmynd o.s.frv. Vændi er afleiðing fátæktar, og það er fátækt sem þarf að útrýma ef á að leysa vandamálin tengd vændi. Þá meina ég ekki bara á Vesturlöndum heldur í heiminum. Því miður hafa borgaraleg yfirvöld hvorki getu né hvata til að útrýma fátækt í alvörunni, þótt þau þykist reyna það. Fátækt í dag er nefnilega afleiðing auðvaldsskipulagsins.


mbl.is Kaup á vændi orðin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband