Dies irae

Það sem menn verða að átta sig á við herskátt tal Hamas-samtakanna, er að það er að miklu leyti bara í kjaftinum á þeim. Þegar herskáir Palestínumenn tala stundum um að göturnar muni fljóta í blóði eða að gyðingunum verði öllum ýtt út í sjó, þá eru það ekki yfirveguð, raunsæ markmið þeirra heldur hótanir sem þeir geta ekki fylgt eftir, mæltar fram í reiði sem þeir geta ekki hamið vegna þess hvernig er farið með fólkið þeirra.

Hvað haldið þið að Qassam-eldflaugar Hamas-manna geti þurrkað Ísrael út af kortinu? Þetta eru ekki gereyðingarvopn, sem við erum að tala um, heldur ofvaxnar rörasprengjur sem drífa stutt og hitta af handahófi. Til skamms tíma drifi þær ekki til annarra bæja í Ísrael heldur en Sderot, og það sætir tíðindum að þær dragi núna til Ashkelon. Frá landamærum Gaza til Ashkelon eru u.þ.b. 10 km. Mikið lengra draga þessar sprengjur ekki. Sjáið kort af Ísrael og herteknu svæðunum upp á samhengið að gera.

Tilgangur eldflauganna er ekki að "eyða Ísrael". Ísrael er eitt sterkasta herveldi heims og nýtur óskoraðs stuðnings þess landsterkasta. Þeir sem vilja í alvörunni "eyða" því geta í mesta lagi látið sig dreyma um það. Raunverulegur tilgangur eldflauganna er fyrst og fremst að veita táknræna mótspyrnu. Svipað og þegar grjóti er kastað í skriðdreka. Meiningin er: "Við gefumst ekki upp, þið getið svipt okkur frelsinu en við gefumst aldrei upp."

Fólk sættir sig ekki við kúgun, og á heldur ekki að sætta sig við hana. Það eru aðeins tvær leiðir til friðar í Palestínu. Það er annað hvort að Ísraelar hætti hernáminu, fari að koma fram við Palestínumenn og aðra araba eins og jafningja og semji um varanlegan og réttlátan frið við þá. Að öðrum kosti verða þeir einfaldlega að myrða þá alla með tölu eða reka úr landi með byssustingjum og gasi.


mbl.is Dagur reiðinnar á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ertu reiður Vésteinn? Reiður, ungur maður af fínum ættum - og vinur múslímska bræðralagsins í ofanálag.

Ísraelsmenn hafa alltaf komið fram við Araba sem jafningja, einnig að fornu. Múslímskir arabar telja hins vegar, og hafa alltaf talið gyðinga vera svín og asna og vitna máli sínu til stuðnings í sitt heilagasta bókskrípi, sem var léleg tilraun hryðjuverkasamtaka að ræna frá gyðingdómi og kristni. En ef þú lítur í trúarrit gyðinga, er ekki talað illa um araba og Palestínumenn voru ekki til. Hvar voru Palestínuarabarnir? En eitt er víst, að þegar Íslam varð til og "arabar" urðu allt í einu margir, hófust fjöldamorð á gyðingum að nýju. Margir gyðingar voru neyddir til þess að gerast múslímir. Hræðileg fjöldamorð voru t.d. framin á gyðingum í borgum á Gaza.

Varðandi sprengjur Hamas, þá langar mig til að upplýsa þig (vegna þess að það eru svo margir lögfræðingar í ættinni þinni) að samkvæmt alþjóðarlögum er bannað að skjóta eldflaugum eða öðru, ef menn vita ekki hvað þeir eru að skjóta á. 6500 eldflaugar Hamas á síðust árum eru 6500 brot á alþjóðarlögum, fyrir utan að vera hryðjuverk. Þú styður brot á alþjóðalögum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 07:56

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Zíonistinn síkáti segir mér aldeilis fréttir. Talar Gamla testamentið ekki illa um araba sem voru ekki til? Hvernig er talað um Filistea? En Egypta? En Babýlóníumenn? En Assyríumenn, Hittíta eða hvaða aðra þjóð sem er á svæðinu? Voru þetta ekki allt forfeður araba? Voru þeir kannski bara allir vondir og gyðingarnir einir góðir, í þá gömlu daga, rétt eins og í dag?

Svo er það ný frétt fyrir mig að ég styðji brot á alþjóðalögum. Gaman þætti mér að fá nánari útskýringar á því. Hvernig styð ég brot á þeim? Hvar hef ég gert það? Heldurðu að það hlakki í mér þegar óbreyttir borgarar eru myrtir í Ísrael, eins og það hlakkar í þér þegar óbreyttir borgarar eru myrtir á Gaza-ströndinni?

Vésteinn Valgarðsson, 4.1.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú meinar Filestea, Egypta, Babýloníumenn, Assýríumenn, Híttíta, Móabíta, Amóríta, Edómíta og Persa. Ríki sumra þeirra stóðu líka í útrýmingartilraunum á gyðingum og Ísraelsþjóðinni. Ef þetta eru forfeður Palestínumanna, þá er ekki að furða. Þá er þessi drápsþrá kannski í genunum á aumingja Palestínumönnunum.

En Vésteinn minn. Palestínuþjóðin eins og hún er samsett í dag, er frekar kominu austan úr fjölum og eyðimörk þess svæðis sem í dag er kallað Írak, svo eru þeir auðvitað blandaðir tyrkjum og ýmsu öðru góðu fólki.

Nei, það er ekki uppruninn (rasinn), heldur helvítis trúarbrögðin þeirra sem valda hatrinu. Fremstu lög múslíma um allan heim eru ofsóknarrit gegn gyðingum og öðrum sem ekki vilja beygja sig í átt að Mekka.

Slíkar kröfur eru ekki gerðar í Gyðingdómi. Gyðingar vilja bara frið fyrir fólki sem vill drepa, drepa, drepa og aftur drepa í nafni Allah.

Ásökun þín um að það hlakki í mér þegar saklausir íbúar á Gaza eru drepnir er ósæmileg. Ég held að það hlakki í Hamas og stuðningsmönnum þeirra, þegar þeir geta eins og raggeitur tekið saklaust fólk með sér í dauðann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 09:53

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Og mér finnst ósæmilegt að þú sakir mig um að styðja brot á alþjóðalögum. Ég hef ekkert gaman af skítkasti, en það varst þú sem byrjaðir svo ég hélt að þig langaði til að fá smá gusu líka. Ef þú vilt frekar ræða þetta á siðmenntaðri nótum, þá er ég feginn að heyra það. Og vertu þá ekki með dylgjur.

Ég trúi ekki á glæpagen, hvorki í aröbum, gyðingum né öðrum. Ég átta mig vel á því hvað trú er skaðlegur og spillandi faktor í þessu dæmi öllu, hjá öllum hliðum. Það er hins vegar ekki múhameðstrúin sem er rót vandans. Vandinn stafar af hernáminu. Og það veistu vel.

Vésteinn Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 00:44

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hernámi Hamas?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband