Aum PR-vörn

Ef þið hafið ekki séð myndband af hamflettingu lifandi dýra í Kína, þá vara ég við því að það er alveg ótrúlega óhugnanlegt. Ekki horfa á það ef þið eruð viðkvæm.

Í landi þar sem mannréttindi þekkjast varla, þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvernig réttindi dýra eru.


mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemma feldinn? hverjum er ekki drullusama hvort að feldurinn verði í lagi eða ekki! það er verið að hamfletta lifandi dýr, ertu siðferðilausasta kvikindi á íslandi í dag þórður ?????

Sólveig (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:05

2 identicon

Kynna mér aðferðir loðdýrabænda hérna á Íslandi?  til hvers ætti ég að gera það?

Ég var að setja útá það að þú hefur að mér skillst horft á þetta myndband og það sem sló þig mest við það var að þeir væru að eiðileggja feldinn með þessum hætti ekki að það að sé verið að hamfletta lifandi saklaust dýr!

Sólveig (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 02:21

3 identicon

Með því að styðja loðdýraframleiðendur erum við að auka eftirspurn að loðfeldum í heiminum þannig að eina ráðið til að stöðva svona ömurlega framkomu við dýr er einfaldlega að sniðganga feldi með öllu.

Leiðinlegt, já, en hvers þurfa ferfætlingarnir að gjalda fyrir sjálfselsku mannsins?

Þetta er ekki bara spurning um að kaupa "réttu" feldina, heldur að kaupa þá alls ekki.

Steinunn (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 03:40

4 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Sæl öll.

Það er einföld lausn á þessu máli. Cintamani þarf bara að redda vottun um að allt sé í góðu lagi og þá verða allir hressir. Það er eðlileg krafa neytenda að söluaðili/framleiðandi eigi að færa sannanir fyrir sínu máli og á engan hátt ósanngjörn.

En þetta fer auðvitað eftir því hvort við neytendur treystum okkur til að hemja okkur í neyslunni og bíða eftir því að ásættanleg vara bjóðist. Hvort við teljum vera meira virði fyrir okkur að eiga flotta úlpu eða aðrar vörur til að sýnast fyrir umheiminum en að styðja velferð manna og dýra í heiminum. Þetta er eitthvað sem hver verður að ákveða fyrir sig en það er ágætt að fólk geri sér grein fyrir því hvert þeirra val er en reyni ekki að réttlæta neysluna fyrir sjálfum sér og öðrum með einhverjum útúrsnúningum.

Skora á fólk að koma hreint fram og segja annað hvort "mér er skítsama um réttindi fólks og dýra á meðan ég fæ það sem ég vil" eða "ég er til í að hemja mig í neyslunni til að leggja mitt af mörkum til velferðar fólks og dýra í heiminum" Það eru í raun aðeins þessi tvö svör við spurningunni um neyslu.

Mæli með að kíkja á stuttmyndina Story of stuff sem er hægt að sjá á www.storyofstuff.com

Sóley Björk Stefánsdóttir, 4.1.2009 kl. 12:53

5 identicon

Brigitte Bardot er búin að vera berjast við mörg lönd og reyna að koma þeim í skilning um að dýr hafa sársaukaskyn eins og maðurinn.......Ætli Kína standi sig ekki verst í öllu sem viðkemur dýravernd.....

Þeir húðfletta ekki bara dýr lifandi, þeir til dæmis snæða sér hunda sem eru enn í dauðateygjunum rétt áður en þeir nota loðsuðutækið á þá...... því ferskara því betra verður kjötið.......

Cintamani eða 66° flokka ég engan vegin sem Íslensk fyrirtæki því framleiðsla og hráefni er ekki íslensk.....

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:17

6 identicon

heil og sæl.

ég hef kynnt mér undanfarin ár dýraverndun og réttindi dýra og hafa Kínverjar vinninginn þegar kemur að slæmri meðferð dýra og skorti á reglugerðum varðandi meðferð dýra, slátrun og eftirvinnslu, t.d. er mjög algengt þar í landi að flá dýr án þess að slátra þeim fyrst og versla með lifandi dýr/búfénað á mörkuðum eins og margir íslendingar hafa án efa verið vitni af í heimsóknum sínum til Kína. Kínverjar eru einn stærsti framleiðandi loðskinna og leðurs í heiminum, Indland er þar í hópi líka, og framleiða Kínverjar fyrir margra fræga tískuhönnuði s.s. Burberry svo dæmi sé nefnt. Margir frægir hönnuðir hafa snúið baki við alvöru skinnum og loðskinnum og nota nú gervifeldi í sinni framleiðslu, sala þessara hönnuða hefur ALLS EKKI hrunið eða minnkað að nokkru viti. Dæmi um þessa "dýravænu" hönnuði eru: Donna Karan, Ralph Lauren, Tommy Hilfiger og Calvin Klein.

Nú segi ég: Ef þessi frægu og moldríku hönnunarfyrirtæki geta sleppt alvöru skinnum hvers vegna ætti Cintamani ekki að geta það líka? Það er til skammar að reyna að halda því fram að farið sé eftir kínverskum lögum og reglum varðandi þessi mál og reyna að hvítþvo ímynd sína þannig þegar ENGAR reglugerðir eru í Kína varðandi réttindi dýra og almennilega meðferð dýra.

Sem íslendingur og manneskja í þessum heimi skora ég hér með á Cintamani, ZoOn, 66 Norður og fleiri sem versla við Kínverja að skipta yfir í gerfiskinn og sýna þar með að þeir séu fyrirmyndar-fyrirtæki sem setur gróðamarkmið ekki í 1. 2. og 3. sæti.

Ein spurning að lokum: Hvaðan er merino ullin sem Cintamani notar í vörur sínar? Frá hvaða landi kemur hún? Er hún áströlsk?

Með vinsemd og virðingu,

Ingunn Þráinsdóttir, ingvar.ingunn@simnet.is

ingunn þráinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það eru ekki bara iðnaðar-dýr sem Kínverjar fara illa með. Þeir fara líka illa með skemmti-dýr, eins og t.d. í dýragörðum.

Maður á ekki að borga öðrum fyrir að veita dýrum meðferð sem maður mundi ekki veita þeim sjálfur.

Vésteinn Valgarðsson, 5.1.2009 kl. 00:00

8 identicon

fyndið hvað þessi umræða hér á bloggi mbl.is hefur snúist upp í fjandskap gagnvart fólki sem er umhugað um lífsgæði dýra, hvort sem þau eru ræktuð til átu eða skreytinga (loðskinnakraga t.d.). má fólk ekki hafa samvisku gagnvart velferð dýra? er það ofstæki og einfeldningsháttur? skil ekki sum svörin hér inni.... bara sorrí.

Ingunn Anna Þráinsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 01:49

9 identicon

Því er ég hjartanlega sammála Ingunn, Vésteinn, Ragnheiður, Sóley og Steinunn. Sjálfur er ég vegan, ákvörðun sem ég tók fyrir um ári síðan, og í raun vissi ég ekki að hægt væri að líða svona vel þar sem mikil lygi er í gangi um þarfir mannsins. Þegar maður hættir að lifa lífinu eftir egói persónuleikans og tekur skref vitundar til velferðar alls lífs þá er eins og allt breytist. Við erum hluti af lífinu og lífið er yndislegt þegar við höfum kjark, styrk og þor til að fylgja okkar eigin sannfæringu. Ég fagna því innilega að þið séuð að tala rödd þeirra sem frelsi og lífsvali hefur verið svipt.

Einar Gauti Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband