17.1.2009 | 00:13
Ísraelar geta ekki sigrað
Yfirlýst markmið innrásarinnar er að stöðva rakettuskot Hamas. Þeir geta það ekki með hernaði. Hamas njót almenns stuðnings og slíka hreyfingu er ekki hægt að brjóta á bak aftur nema með því að drepa beinlínis alla á svæðinu. Ef þetta er markmiðið, þá geta Ísraelar ekki sigrað því þeir geta ekki stöðvað rakettur Hamas-manna. Hver raketta sem Hamas skjóta er þeirra siguryfirlýsing. Ísrael tapar með því að sigra ekki og Hamas sigrar með því að tapa ekki.
Það er líka tilgangur þessara rakettuskota. Það sér hver maður. Hamas hafa skotið þúsundum raketta og náð að drepa um það bil 20 með þeim -- frá upphafi. Það dettur engum í hug að Ísrael verði sigrað með þessum rakettum, og það er heldur ekki tilgangurinn. Tilgangurinn er að segja að Hamas séu ósigraðir. Það er þannig sem Hamas vinna, með því að tapa ekki.
Ísraelum er í lófa lagið að stöðva þessar rakettur. Þeir þurfa bara að koma fram við nágranna sína eins og jafningja, hætta hernáminu, leyfa flóttamönnum að snúa heim og borga síðan einhverjar skaðabætur fyrir hryllinginn sem þeir hafa valdið undanfarna áratugi. Bandaríkjamenn gætu án efa hjálpað þeim eitthvað með það. Aðalatriðið er að það verður enginn friður fyrr en það verður réttlæti.
![]() |
Árás á Hamas-leiðtoga siguryfirlýsing? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.