Upphlaupsmenn

Ég veit ekki hvað þarf að hafa mörg orð um svona upphlaupsmenn. Er það lýðræðislegur réttur, eða flokkast það undir tjáningafrelsi, að hleypa upp útifundum þar sem fólk kemur saman? Tímasetningin sýnir gjörla hvað vakir fyrir fundarboðendum. Að trufla útifund Radda fólksins með upphlaupi. Fundarboðið tekur líka af tvímæli að þeir eru meira á móti Herði Torfasyni heldur en ríkisstjórninni. Sjáum hvort þeim verður kápan úr því klæðinu. Þetta er vond hugmynd, mjög vond.


mbl.is Nýjar raddir boða fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alveg ótrúlegt hvað "friðarhöfðinginn" lætur ófriðlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 13:05

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski mun lögreglan stöðva þetta?

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er bara sorglegt! Það að vera svo sjálfmiðaður að nota hvaða ástand og uppákomu sem er til að koma sinni persónu á framfæri. Ætli það sé til einhver sjúkdómsgreining til á svona háttalagi? Kannski hún heiti sjálfhverfa?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það er án efa til latneskt nafn yfir það sem Ástþór er.

Equus asinus, kannski?

Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband