Löglegt en siðlaust?

Ástþór Magnússon þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum. Hann er athyglissjúkur upphlaupsmaður sem enginn tekur mark á. Með því að velja þennan tíma -- í miðjum hinum fundinum -- er hann að reyna að trufla og skemma fyrir. Menn þurfa ekki að vera agentar eða hvítliðar til að þjóna ráðamönnum. Það getur verið nóg að vera bjáni.
mbl.is Fundurinn ólöglegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef engir hvítliðar eru á bak við hann, er hann sennilega einn, eða kannski með 5 manna hóp með sér. Það hlýtur að teljast hámark bjartsýninnar hjá svo óvinsælum manni að ætla að sundra þúsundum mótmælenda á eigin spýtur.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:01

2 identicon

Annars held ég við nánari umhugsun að þetta kunni að vera mjög snjöll strategía. Þetta verður allavega ágætur prófsteinn á lögregluna, sem er í algerri pattstöðu.

Löggan getur

a) Hindrað Ástþór og félaga í að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að halda mótmælafund og gert sig þannig seka um valdníðslu.

b) Aðstoðað einn óvinsælasta mann landsins við að fokka upp fundi sem einn þeirra vinsælustu stendur fyrir og búa þannig til kjöraðstæður til fjölmennra óeirða.

c) Farið heim og látið fundarmenn sjálfa um að leysa málið og brugðist þannig skyldu sinni.

Ég er á því að það réttasta hjá löggunni væri að velja c, en hvað sem öðru líður, þá er Ástþór Magnússon, hvaða mótív sem hann kann að hafa, hreinn og klár snillingur.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:48

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Haukur: Já, Ástþór boðaði útifund sem átti að byrja korteri eftir að hinn byrjaði.

Sviðið hans var fjarlægt. Ég er ekki alveg viss hvernig það gekk fyrir sig.

Ég er heldur ekki alveg viss hvað hefði verið best að gera í stöðunni. Eiginlega hallast ég að því sama og Eva, (c) hefði kannski verið illskásti kostur, svona fyrst út í þetta var komið.

Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband