Sýndarmennska

Það er sýndarmennska og ekkert annað að Suður-Kóreumenn "auki viðbúnað" á vopnahléslínunni. Í fyrsta lagi er Norður-Kórea ekkert að fara að gefa skipun um árás þótt hún eigi sprengju. Í öðru lagi þarf hún ekki kjarnorkusprengju til að þurrka S-Kóreu út. Kjarnorkusprengja er vissulega í allt öðrum flokki en hefðbundin vopn, en norður-kóreski herinn á nóg af þeim hefðbundnu til þess að eiga fullt roð við S-Kóreu. Til dæmis er fjall rétt norðan við Seóul, þar sem norðanmenn hafa yfir 10.000 fallbyssur sem drífa til Seóul og er miðað þangað. Með þeim mætti þurrka höfuðborg sunnanmanna út á stuttum tíma.

Það er líka sýndarmennska hvernig er talað um norður-kóresku sprengjuna á Vesturlöndum. Auðvitað ættu helst engir að eiga neinar kjarnorkusprengjur, en ef einhver (les: Bandaríkin) er með þær á Kóreuskaga á annað borð, og ætlar þær til nota gegn Norður-Kóreu, má Norður-Kórea þá ekki verja sig í sömu mynt? Er Norður-Kórea eitthvað síður fær um að eiga kjarnorkusprengju heldur en t.d. Bandaríkin? Auðvitað ekki. Loks: Norður-Kórea er skínandi dæmi um hvað það er sem þarf til, svo að lítil lönd sem neita að ganga í takt við heimsvaldasinna geti haldið sínu gagnvart þeim. Ef þeir hefðu ekki lagt svona mikla áherslu á vígbúnað, þá væri löngu búið að valta yfir þá. Eins og var valtað yfir t.d. íraska herinn hér um árið.


mbl.is Kjarnorkusprengjur í Norður-Kóreu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband