Ástþór Magnússon

Fyrir það fyrsta, þá hefur talningameisturum Morgunblaðsins ekki farið fram. Ég mundi halda að á Austurvelli hafi ekki verið á fjórða þúsund heldur á fimmta þúsund. Það þarf greinilega að fara að koma fyrir óháðum talningameisturum á húsþökunum.

Nú, Ástþór Magnússon þarf víst ekki að kynna. Hann er meira á móti Herði Torfasyni heldur en ríkisstjórn Íslands. Hann virðist ekki hafa neinn sans fyrir því hvenær hvað er viðeigandi og hvenær hvað er það ekki. Hann upplifir sig sem fórnarlamb, þótt það sé hann sjálfur sem fer um með yfirgangi og hamagangi og fíflagangi.

Hvað átti að gera þarna í gær? Láta hann komast upp með að reyna að hleyoa hinum útifundinum upp með frekju? Áttu mótmælendur að taka málin í eigin hendur? Átti að taka sénsinn á pústrum eða hrindingum? Eða skemmdarverkum?

Ástþór setti fólk í vandræðalega stöðu. Kannski að það hafi, þrátt fyrir allt, verið best að láta lögegluna bara draga hann í burtu. Helst vildi ég að lögreglan skipti sér ekki af mótmælum, en ætli það sé ekki skárra en að fólki lendi saman í virkilega illu?

Satt að segja er ég ekki viss. Kannski að augu Ástþórs hefðu opnast við það. Ég efast samt um það. Ég er ekki viss um að þau geti opnast mikið meira. Ástþór leggur fæð á alls konar fólk fyrir að vera ekki nákvæmlega eins og honum finnst það eiga að vera. Hörður Torfason virðist vera efstur á dauðalistanum núna. Á þessum lista eru fleiri sem eiga ekkert frekar skilið að vera þar heldur en Hörður. Svo mikið er víst að ríkisstjórnin er ekki ofarlega á listanum, ef hún er það yfir höfuð. Forsetinn að vísu, en ekki ríkisstjórnin, stjórn Seðlabankans eða stjórn Fjármálaeftirlitsins.

Eina jákvæða hlið hefur þetta: Ástþór dregur að sér verðskuldaða neikvæða athygli þeirra sem annars væru að agnúast óverðskuldað út í Hörð.

Ástþór, ef þú lest þetta: Gerðu sjálfum þér og öðrum Íslendingum þann greiða að taka þér mjög langt frí frá sviðsljósinu.


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Sammála þér.

Lifið er of stutt til að eyða því á svona menn. Ég ætla að taka mig ævilangt frí frá honum og hans fylgismann.

Heidi Strand, 18.1.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Satt segirðu. Ég man ekki eftir að hafa minnst á hann áður í bloggi, og vona að ég þurfi ekki að gera það mikið oftar.

Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband