Fallegustu gatnamót í Reykjavík?

Gatnamótin sem sjást á myndinni hafa verið kölluð fallegustu gatnamót Reykjavíkur. Við þau stendur m.a. Laugavegur 21, oft kenndur við Hljómalind, sem þar var lengi vel til húsa. Eignarhaldsfélagið Festar á það hús, eins og flest hús á svæðinu, og vill rífa þau en byggja verslunarmiðstöð í staðinn. Ef niðurrifssinnar fá að leika lausum hala í borginni yrði þetta götuhorn ekki lengur í tölu þeirra fallegustu í borginni.
mbl.is Klapparstígur endurnýjaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég strengi þess hér með dýran eið að ef svo illa skyldi fara (7-9-13) að af þeirri byggingu yrði, að ég skyldi aldrei á ævi minni stíga fæti inn fyrir hana, jafnvel þó miðað yrði á mig Iðraruglara (þýðing mín á Bowel Disruptor: http://en.wikipedia.org/wiki/Spider_Jerusalem ) og myndi jafnframt gera mitt ítrasta til að fá aðra til að sniðganga hana.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband