Auðvitað

Auðvitað á ekki að láta þessa menn sleppa eins og ekkert hafi í skorist. Það verður nógu bölvanlegt fyrir þjóðina að kikna undan skuldum þeirra, þótt ekki bætist við að þeir seku dansi sig í burtu til Karíbahafsins og liggi þar í lystisemdum.

Auðvitað á ekki að láta þá sleppa.

En það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er kerfið sem skóp þeim aðstöðu til að koma þessu í kring, leikreglurnar sem verðlauna ræningja, hampa svindlurum sem hetjum og líta á það sem hina æðstu dygð að hafa auð af samfélaginu. Kerfið sem beinlínis gengur út á það að hinn sterki undiroki vinnu hinna. Aðalatriðið er kapítalisminn. Niður með hann!


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Stjórnlagaþing. Algerlega nýja stjórnarskrá. Nýjar peningareglur og fjármálaumhverfi. Ný kosningalög. Og fleira, og fleira...

Nýfrjálshyggjan er náttúrulega steindauð en Sjálfstæðisflokkurinn hangir á henni eins og hundur á roði.

Rúnar Þór Þórarinsson, 23.2.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband