Uppreisnir og byltingar fram undan

Það eiga fleiri lönd en Ísland og Lettland eftir að feta leið stjórnarbyltingar á næstunni, það þarf engan stjörnuspeking til að sjá það fyrir. Orsakarsamhengið er mjög einfalt: Ef ríkisstjórn bregst í augum fólksins, þá krefst það breytinga. Því harkalegar sem hún bregst, þess harkalegar krefst fólkið breytinga. Ef hún bregst algerlega, þá krefst fólkið algerra breytinga. Ekki flókið það.

Það verða mótmæli í flestum löndum, víðast hvar munu óeirðir fylgja mótmælunum og íslenskir fjölmiðlar munu fjalla mikið um litlar óeirðir en lítið um stór mótmæli. Ekki má gleyma verkföllum. Bein uppþot verða líka og svo verða sjálfsagt einhverjar byltingar. Ég ætla ekki að spá um einstakar ríkisstjórnir, en margar eru ansi valtar í sessi. Ísland hefur varla séð fyrir endann á mótmælum. Hvernig sem ríkisstjórnin verður skipuð eftir kosningarnar, má hún halda ansi hreint vel á spöðunum ef hún á að geta fundið einhverjar viðunandi lausnir á vandamálum þjóðarinnar. Ef hún gerir það ekki má búast við miklum þrýstingi á hana.

Það er óhjákvæmilegt á tímum sem þessum, að fólk hugsi alvarlega um hvað geti komið í staðinn ef ríkisstjórnin fellur. Það verður engin bylting nema fólk sé tilbúið að gera hana. Það þýðir að fólk þarf að skipuleggja sig, rökræða og boða hugmyndir og áætlanir, fylgja hugmyndum sínum eftir og búa sig undir pólitíska valdatöku í landinu. Hér mun auðvaldsskipulagið ríkja þangað til kemur fram annar valkostur, trúverðugur og praktískur. Látum hendur standa fram úr ermum.


mbl.is Óttast óeirðir í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband