Tveir valkostir

Það eru tveir valkostir í stöðunni fyrir Ísland og hvorugur auðveldur.

Annað hvort er það leið auðvaldsins, sem er að almenningur eigi að heita ábyrgur fyrir braski fjármálaauðvaldsins og borgi brúsann. Það felur líka í sér niðurskurð í velferðarkerfinu, sem bitnar á fólki sem á enga sök, sem og niðurskurð í öðrum umsvifum ríkisins, í nafni sparnaðar. Þjónustunni verður auðvitað sinnt áfram, bara ekki jafnt fyrir alla. Ég mundi halda að leið auðvaldsins mundi á endanum leiða okkur skríðandi inn í Evrópusambandið. Já, og hún mun líka fá stóran hluta Íslendinga, stóran hluta minnar kynslóðar, til að yfirgefa landið. Áfellist þá hver sem vill.

Hin leiðin er leið fólksins, leið sósíalismans, sem er að almenningur taki ráðamenn á orðinu. Þjóðin taki sér það sem hún ber: Frelsi undan auðvaldinu, frelsi til að athafna sig án þess að vera arðrændur. Ábyrgð á ástandinu, það er að segja svipti ráðastéttina völdum sínum, en fólkið í landinu hagi sjálft málum sínum eftir sínum eigin hagsmunum. Það mundi víst heita lýðræði, öðru nafni. Sósíalisma: Fólk reki þjóðfélagið í þágu almennings, ekki yfirstéttar. Fólk sitji sjálft að ávöxtum erfiðis síns, hagkerfið sé rekið þannig að vinna nýtist sem best, sóun sé sem minnst og þörfum fólks sé fullnægt áður en löngunum þeirra sem eiga peninga. Þessi leið felur augljóslega í sér að við þurfum að gera upp við kerfið sem nú ríkir, auðvaldskerfið, og þar með auðvaldið sjálft. Erum við tilbúin til þess?


mbl.is Fréttaskýring: „Biðja fyrir“ betri tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband