Pyntingar virka

Pyntingar eru gagnslausar til þess að fá upplýsingar. Maður sem á annað borð lætur bugast undan pyntingum, og það gera víst margir, skrifar undir hvað sem er ef það þýðir að þær hætti. Þær virka s.s. ekki til þess að fá upplýsingar.

En þær virka samt. Á annan hátt. Tilgangur pyntinga er að hræða fólk frá því að vinna gegn þeim sem pyntar. Pyntingar Bandaríkjastjórnar þjóna þeim tilgangi að fylla fólk skelfingu, setja fordæmi sem setur slíkan óhug að fólki að það hugsi sig tvisvar um áður en það beitir sér gegn heimsvaldastefnu þeirra.


mbl.is Bush leit framhjá pyntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Við skulum ekki leita langt yfir skammt, Vésteinn. Sé litið til þeirrar viðleitni "pínendanna" að halda aftur af hugsanlegum "vandræðagemsum", þá er ekkert útilokað að við fyndum þess háttar aðferðir hér á landi.

Og það sem meira er, slíkt gæti fundizt svo óþægilega langt til vinstri í mannlífsflórunni, að þér þætti nóg um! Eða eins og unga fólkið segði: Bláa hönd HVAÐ?

Flosi Kristjánsson, 3.3.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Laukrétt hjá þér, Flosi, að það þarf ekki einu sinni að fara austur fyrir Rauðará til að finna pyntingaklefa.

Vésteinn Valgarðsson, 3.3.2009 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband