Hin endanlega ábyrgð

Þessi kreppa er á endanum í boði kapítalismans, kapítalismans sem slíks. Það hefur verið vitað í hátt á aðra öld að kapítalisminn færir okkur alltaf nýjar og nýjar kreppur. Alltaf. Það er vitað. Það er þar með vitað, til dæmis, að lífeyrissjóðakerfið virkar ekki á verðbréfamarkaði vegna þess að það má ganga út frá því að á einni starfsævi hrynju spilaborgin einu sinni eða jafnvel tvisvar. Það má líka ganga út frá því að stór hluti venjulegs fólks verði gjaldþrota þegar kreppan kemur. Frá sjónarmiði kapítalismans er það ekki einu sinni satt að kreppan sé slæm í sjálfu sér; hún er bara aðhaldstímabil, þegar hagkerfið er grisjað -- og fjöldagjaldþrot safna eignum á færri og færri hendur. Það sem við sjáum núna er kapítalisminn eins og hann lítur út í alvörunni. Verði okkur að góðu.

Og hvar liggur hin endanlega ábyrgð? Ríkisstjórnin, Sjálfstæðisflokkurinn, Geir og Ingibjörg, Davíð og Halldór, bankastjórarnir, útrásarsnillingarnir og fjármálaspekúlantarnir -- allt þetta lið ber meira en næga ábyrgð til þess að verðskulda ævilangt nálgunarbann við allt sem heitir "völd" í samfélaginu. Það má þó segja að höfuðábyrgðin hvíli á kerfinu sjálfu, á auðvaldsskipulagin sem er aðalrót vandamálsins. Það er að segja, ef það er hægt að kenna leikreglunum sem slíkum að að þær hafi verið settar eða samþykktar.

Í aðeins víðari skilningi hvílir ábyrgðin á öllum sem áttu að sjá en sáu ekki, áttu að geta gert eitthvað en gerðu það ekki, áttu ekki að samþykkja en gerðu það samt. Ég á ekki við almenna borgara, sem stjórna ekki ferðinni, heldur foringjana sem með réttu eða röngu hafa völd. Samfylkingin er ágætt dæmi. Hún fékk heilmikil völd upp í hendurnar, heilmikil tækifæri til að gera eitthvað af viti. Þau geta ekki einu sinni borið það fyrir sig að hafa ekki vitað betur -- ég er ekki viss um að Ingibjörg og Össur hefðu, til dæmis, gengist við því á áttunda áratugnum að vera kratar.

Kapítalisminn er gjaldþrota hagstjórnarstefna. Þar með er kratisminn það líka. Kapítalismi gengur út á arðrán, kratismi gengur út á friðkaup og málamiðlanir við arðræningja. Ég mun hvorugs sakna.


mbl.is Mörður: Ég átti að fylgjast betur með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband