Bann og lögleiðing

Fíkniefnaundirheimarnir eru bein afleiðing þess að fíkniefni skuli vera bönnuð, er það ekki? Ef þau væru ekki bönnuð, heldur verslun með þau væri uppi á borðinu, væru mun minni vandamál fylgjandi þeim. Það mætti fylgjast með innihaldsefnunum, heilsu neytendanna o.s.frv., fyrir utan auðvitað að mafían mundi síður maka krókinn. Ef lögbann væri afnumið yrði það auðvitað að vera samhliða fræðslu frá unga aldri, almennilegri fræðslu sem væri ítarleg, mikil og umfram allt heiðarleg. Það á ekki að ljúga að ungmennum með því að setja allt undir sama hatt. Þá yrði að bjóða ofneytendum heilbrigðisþjónustu en ekki fangelsi. Fíkn er nefnilega heilsufarsvandamál, ekki glæpur.

Ekki satt?


mbl.is Skjóta fyrst og spyrja svo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband