Vá, en skrítið

En skrítið að Norður-Kórea álíti það ögrun að erkióvinurinn sé með heræfingar á þröskuldinum hjá þeim.

Bandaríkin mundu öruggleg abregðast allt öðru vísi við ef Norður-Kórea væri með heræfingar í norðanverðu Mexíkó.

Það getur verið að það fenni í spor Kóreustríðsins í vitund Bandaríkjamanna. Það gerir það ekki í vitund Kóreumanna. Það er erfiðara fyrir fórnarlömbin að gleyma. Það gæti engin ríkissjtórn haldið velli í Norður-Kóreu lengi ef hún legði ekki rækt við herinn. Hann er tryggingin fyrir því að Kóreustríðið endurtaki sig ekki. Lausnin á málinu er auðvitað að Bandaríkjaher hypji sig heim til Bandaríkjanna. Hann á hvort sem er ekkert með að vera á Kóreuskaga.


mbl.is Herinn í N-Kóreu settur í viðbragðsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband