21.3.2009 | 00:50
Grimmd Kínverja
Í fyrsta lagi tek ég efni frá Dalai Lama og félögum með sama fyrirvara og efni frá kínverskum stjórnvöldum.
Í öðru lagi held ég að það sem sést á þessu myndbandi sé álíka dæmigert fyrir meðferð á pólitískum andstæðingum í Kína almennt, heldur en eitthvað sérstaklega í Tíbet.
Baráttuna gegn harðstjórninni í Kína er ekki hægt að heyja á þjóðernislegum forsendum eins og tíbetska útlagastjórnin gerir. Byltingin gegn harðstjórninni þarf að verða á stéttarlegum forsendum, að vinnandi fólk í Kína, hvaða nafni sem það nefnist, steypi skálkunum sem stjórna landinu og komi á sósíalísku og lýðræðislegu þjóðskipulagi. Varla telst það í lagi, í augum mannréttindasinnaðra Vesturlandabúa, að Kínverjar af Han-uppruna séu barðir fyrir t.d. að vilja fá laun sem þeir geta lifað af?
Lesið á Egginni:
Grimmileg kúgun á bak við efnahagsundrið í Kína
Uppgangurinn í Kína er brothættur og
Tíbet og Vesturlönd.
Beita Tíbeta ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Skoðið þetta
- Aðalblogg mitt Blogspot-bloggið sem ég lít á sem aðalbloggið mitt
- Alþýðufylkingin Alþýðufylkingin
- DíaMat DíaMat - félag um díalektíska efnishyggju
- Rauður vettvangur Hugmyndafræðileg móðurstöð íslenskra marxista
- Félagið Ísland-Palestína Félagið Ísland-Palestína
- Friðarvefurinn Samtök hernaðarandstæinga
- Vantrú Vantrú
- SFR SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- ak72
- almal
- andreaolafs
- annabjo
- arikuld
- sjalfbodaaron
- skarfur
- arh
- astan
- asthildurcesil
- birgitta
- bjarnihardar
- dullur
- bjorndarri
- bjorn-geir
- binntho
- bumba
- bus
- austurlandaegill
- eignaupptaka
- einaraxel
- einarbb
- einarolafsson
- elfarlogi
- esbogalmannahagur
- eythora
- fsfi
- folkerfifl
- vidhorf
- hleskogar
- frussukusk
- bofs
- gik
- gurrihar
- gullvagninn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- palestinufarar
- haukurmh
- skinkuorgel
- skessa
- thjodviljinn
- odin
- hedinnb
- hildurhelgas
- himmalingur
- hjaltirunar
- gorgeir
- hjorleifurg
- hlynurh
- kulan
- isleifure
- kreppan
- jenfo
- jensgud
- svartur
- johannbj
- jg
- joiragnars
- johannpall
- islandsfengur
- jonbjarnason
- snjokall
- prakkarinn
- jonthorolafsson
- julli
- bisowich
- askja
- kiza
- kreppukallinn
- andmenning
- krizziuz
- larahanna
- vistarband
- maggadora
- marinogn
- mariakr
- mortenl
- rust
- nytt-lydveldi
- omnivore
- veffari
- huldumenn
- palmig
- perlaoghvolparnir
- hafstein
- proletariat
- rafng
- raksig
- fredrik
- raudurvettvangur
- undirborginni
- runarsv
- salmann
- fullvalda
- bjornbondi99
- safi
- siggi-hrellir
- siggith
- zunzilla
- sindri79
- stefans
- ses
- styrmirr
- svanurmd
- stormsker
- ace
- tilkynning
- zerogirl
- torfis
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vantru
- vilhjalmurarnason
- kuba
- yousef
- thjodarheidur
- hallormur
- thorrialmennings
- vivaldi
- thorarinneyfjord
- tbs
- thorgnyr
- thorsaari
- oernolafs
Athugasemdir
Í landi eins stóru og Kína verður að halda aga.. og er einnig í svo stóru landi auðvelt að finna eitthvað að. Ekki er hægt að sýna sömu viðbrögð við eitthvað sem gerist í Kína í samanburði við t.d. Ísland. Lögreglumenn í Kína skipta milljónum og er ekkert óvenjulegt að eitthvað komi uppá. Það er ekkert nýtt að það séu til löggur hér á Íslandi sem beyta meiri harðræði en þarna fyrir austan, þó það sé ekki endilega fest á filmu...
örn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 02:34
Fyrir hvern er svona mikilvægt að það sé haldin "agi"?
Palli (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 03:01
Örn: Ofbeldi er á engan hátt afsakanlegt, hvort sem það er í stóru eða litlu landi.
utangarðsmaður (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 05:02
Agi í Kína er jafnmikilvægur eins og agi á Íslandi, og fyrir þá sömu: Valdastéttina.
Vésteinn Valgarðsson, 21.3.2009 kl. 22:07
Ofbeldi er nú yfirleitt afsakanlegt. Ég meina þið sáuð myndbandið sjálf þetta er ekki nema nokkur högg í bakið, hann er með marblett í nokkra daga annars er ekkert að þessu. Ég veit um atvik þar sem krakki var keyrður niður af löggunni þegar hann var að flýja (Íslandi). Og fyrir hvern er þessi agi? Náttúrulega fyrir þig og samborgara þína.. væri nú ekki skemmtilegt ef öllum glæponum væri bara sleppt sama dag og þeir væri handteknir þó þeir væru stórhættulegir almennum borgurum. Og jájá agi er mikilvægur í Kína og á Íslandi, en það segir sig sjálft að foreldri með 20 börn notar aðrar aðferðir en foreldri með 1 barn...
Örn (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 16:32
Ef það er glæpur að vera stjórnarandstæðingur eða vilja njóta mannréttinda, þá vil ég frekar að glæponar af því tagi gangi lausir.
Það segir sig ekki sjálft að foreldrar með 20 börn berji þau til hlýðni.
Vésteinn Valgarðsson, 22.3.2009 kl. 23:57
Ég veit ekkert betur en þú hvað þessir tíbetar voru að gera.. kannski að negla molotóvum, kannski ögra löggunni hver veit. Allavena þeir voru barðir fyrir það. Og þú nærð ekki þessu fjöldasamhengi greinilega, ég er að tala um það að þegar þú stjórnar fáum hópi er auðvelt aðvelt að laga vandamálin en þegar hópurinn er stór. Tökum sem dæmi mótmæli á Íslandi og Grikklandi.. Þarna er stærðarmunur gífurlegur og greinilegt hvað það hefur í för með sér.
örn (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 15:41
Ég skil alveg hvað þú meinar með fjöldann og ég er algjörlega ósammála því. Það á ekki að berja fólk til hlýðni, sama hvort það er margt eða fátt.
Vésteinn Valgarðsson, 24.3.2009 kl. 17:13
Örn: Þú veist að mótmæli eru bönnuð með öllu í Kína og nýlendunum. Kínversk stjórnvöld hafa myrt fyrir minni sakir en mótmæli.
Matthías (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 18:24
Nýlendunum?
Vésteinn Valgarðsson, 24.3.2009 kl. 21:14
Tíbet, Túrkestan, Innri Mongólía og Mansjúría eru kínverskar nýlendur.
Matthías (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 01:07
Innri-Mongólía og Mansjúría hafa verið í einni sæng með Kína síðan Mansjúríumenn lögðu Kína og Innri-Mongólíu undir sig á sautjándu öld. Tíbet og Túrkestan eru umdeilanlegri. Ég veit ekki hvort er hægt að kalla þetta nýlendur, samt. Kína er ekki þjoðríki, heldur fjölþjóðaríki, og mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda beinast gegn öllum venjulegum borgurum/þegnum ríkisins. Lausnin verður ekki fundin á þjóðernislegum forsendum, heldur stéttarlegum. Undirstéttin, hvaða þjóðar sem hún telur sig til, þarf að steypa yfirstéttinni í pólitískri byltingu.
Vésteinn Valgarðsson, 25.3.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.