NEEEEEEI!!! 2

Það er um það bil hálft ár frá því ég bloggaði um skuldaskil mín við Kaupþing: NEEEEEEI!!! var titill þeirrar færslu. Þar birti ég bréf sem ég hafði þá nýsent til SPRON vegna fyrirhugaðs samruna við Kaupþing:

Ég var óánægður kúnni hjá Kaupþingi/KB banka/Búnaðarbankanum í mörg ár og hóf því viðskipti við SPRONí vor. Undanfarna mánuði hef ég verið harla ánægður sem viðskiptavinur SPRON, og hef ekki mikla löngun til verða óánægður kúnni Kaupþings á nýjan leik. Mér þótti því miður frétta Samkeppniseftirlitið hefði heimilað Kaupþingi yfirtaka SPRON, og vona af því verði ekki. Ég skora því á stjórn SPRON koma í veg fyrir SPRON renni í hít Kaupþings. Þótt umskiptin í vor hafi verið ánægjuleg, þá vil ég helst sleppa við þurfa endurtaka umstangið sem fylgdi þeim.

Með bestu kveðjum,

Vésteinn Valgarðsson

Nú er spurning hvað skal taka til bragðs. Það er óneitanlega kitlandi að skipta um banka aftur. Eða að hætta bara að eiga viðskipti við þá. Ætli sé ekki hægt að fá launaávísanir sendar heim til sín ennþá? Ætli innlánadeild Kaupfélags Skagfirðinga bjóði upp á heimabanka?


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Allt er betra en auðvaldið.

Vésteinn Valgarðsson, 22.3.2009 kl. 00:28

2 identicon

já einmitt auðvaldið

http://gunnaraxel.blog.is/blog/gunnaraxel/entry/832881/#comments

Farið hefur fé.....

HG (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:09

3 identicon

Ég fæ kannski að frétta það hjá þér ef þú finnur fjármálastofnun sem þér líst skár á en þær sem er að finna í höfuðstaðnum. Er fastur hjá einum af nýju-bönkunum,en hef alveg hug á að flytja mig ef betra bíðst.

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:12

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það væri gaman að snúa sér til Grameen-bankans góða í Bangladesh. Ég veit samt ekki hvort það er einfalt.

Að öllu gamni slepptu, þá eru eftir sparisjóðir sem virka ennþá. Hvað með t.d. Sparisjóð Suður-Þingeyinga?

Vésteinn Valgarðsson, 22.3.2009 kl. 23:54

5 Smámynd: ThoR-E

Eða Gringots banka.. heitir hann það ekki ;) he he

Eflaust öruggari inneignin þar.

En svona án gríns, að þá skil ég vel óánægju þína. Ég er reyndar hjá Kaupþing.. með debetkort og bókarlausan reikning. Þeir hafa ekki valdið mér vonbrigðum enn. Ég hef getað fengið alla þjónustu og svo framvegis.

Spurning hvort bankinn sé ekki betri eftir að glæpalýðnum var hent út.

ThoR-E, 23.3.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það getur verið. Ég er bara kominn með algert ógeð á honum. Ef það er að ósekju núna, þá verður bara að hafa það.

Vésteinn Valgarðsson, 23.3.2009 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband