Úr NATÓ

"NATO er bandalag í leit að tilgangi" -- þetta má umorða svo: NATO er svar í leit að spurningu.

Tilgangur NATO er jafnskýr og hann hfur alltaf verið: Að vera eitt aðaltæki vestrænna ríkja til að sinna hagsmunum sínum með vopnavaldi þegar þeim líst best á þá leið.

Með öðrum orðum, að drepa saklaust fólk.

Ég ætla ekki að telja upp hér og nú allt það sem ég hef á móti Atlantshafsbandalaginu, en það er allt frá inngöngunni í það 30. mars 1949 og tilheyrandi ofbeldi gegn friðarsinnum daginn sem lýðræðið dó á Íslandi -- yfir í það hvílíkum fjármunum ríki bandalagsins eyða í að kaupa hergögn, fjármunum sem mætti nota í eitthvað þarfara -- yfir í það að framboðið á þessu bandalagi er meira en eftirspurnin.

Í stað þess ætla ég að benda á grein Jóns Karls Stefánssonar á Egginni í dag:

 

-- í henni er fjallað um árásir NATÓ, og þar með Íslands, á Júgóslavíu. Í 78 daga loftárásum árið 1999 frömdu vestrænir herir stríðsglæpi sem hefur verið óhegnt fyrir. Meðal þeirra sem bera pólitíska ábyrgð eru Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, sem ríkissaksóknari hefur ekki viljað ákæra hingað til.


mbl.is NATO á krossgötum á sextugsafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband