Óánægja á landsfundi VG

Ég var mjög óánægður með hvernig efnahagsmál voru afgreidd á landsfundi Vinstri-grænna, nánar tiltekið ein ályktunartillaga frá hópi sem ég var í. Sá sem var naflinn í billegri og dónalegri afgreiðslu var Steingrímur J. Sigfússon. Grein um þetta frá í gær: Af efnahagsmálum á landsfundi Vinstri-grænna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

SAMMÁLA:

Hvernig dettur mönnum í hug að tala um að allir eigi að fá jafna niðurfellingu þ.e. 4 milljónir????  Áttu þá allri ekki líka að fá á sig jafna skuldahækkun????

Fólk sem átti 30 milljón kr. skuld fyrir ári skuldar í dag um 37 milljónir.  Fólk sem skuldaði 4 milljónir fyrir ári skuldar í dag tæpar 5 milljónir.

Eigum við þá að gera þann sem skuldaði lítið skuldlausan og sökkva hinum í fenið?  Í stað þess að LEIÐRÉTTA þá verðbólgu sem hrunið hefur valdið????

Þið getið ekki sagt að það sé ósanngjarnt að tala um 20% flatan niðurskurð.  Ef þið gefið öllum 4 milljónir eftir af lánum, verðið þið líka að láta öll lán hafa hækkað um sömu krónutölu!!!!!

Og í ofanálag var eitt mesta púðrið sett í að fara að álykta um að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju....  Ég hef orðið vitni að því í vetur hvað virkilega mikið kirkjan hefur verið að ´bæði h´jálpa og bjóða upp á allskonar þjónustu fyrir fólk í þessum erfiðleikum okkar og það er sko meira en stjórnmálamenn hafa gert og þeir ættu að kynna sér þetta frekar en að rífa þetta niður.

Kv. Helga Guðmunds

Helga , 27.3.2009 kl. 19:59

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það mætti þá líka hugsa sér að maður fengi sama krónufjölda í vexti burtséð frá því hvað maður ætti mikið inni á bankabókinni sinni.

Vésteinn Valgarðsson, 27.3.2009 kl. 20:17

3 Smámynd: Helga

 Einmitt..... Hafði nú ekki einu sinni hugsað út í það

Helga , 27.3.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband