27.3.2009 | 20:16
MEÐ ÞAKI!!! Díses kræst!!
Ég veit ekki hvað ég þarf að endurtaka það oft, en það á að færa niður húsnæðisskuldirnar um hlutfallstölu með ákveðnu þaki, ákveðinni hámarksupphæð. Til dæmis 20%, að hámarki 6 milljónir. Það á enginn að fá 30 milljónir.
Annað: Ég trúi því ekki að þetta sé svo dýr leið. Seðlabankinn segir að það "kosti" 320 milljaðra. Í fyrsta lagi eru þetta tekjur fjármálastofnana af verðbólgu sem var ekki gert ráð fyrir. Í öðru lagi kæmi þær inn á mörgum áratugum. Skuldirþrotabúa umfram eignir eru ekki eignir heldur tap. Peningarnir eru tapaðir á hvorn veginn sem fer, spurningin er bara hvort á að senda hálfa þjóðina í gegn um persónulegt gjaldþrot eða ekki. Og hvað mundi það kosta?
Ég var mjög óánægður með hvernig efnahagsmál voru afgreidd á landsfundi Vinstri-grænna, nánar tiltekið ein ályktunartillaga frá hópi sem ég var í. Sá sem var naflinn í billegri og dónalegri afgreiðslu var Steingrímur J. Sigfússon. Grein um þetta frá í gær, lesið hana:
Af efnahagsmálum á landsfundi Vinstri-grænna.
Niðurfelling skulda óhagkvæm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Athugasemdir
Hrannar Baldursson, 27.3.2009 kl. 20:33
Auðvitað mun slíkt skuldaafsal kosta og það þarf að borga á einhvern hátt. Það er ljóst að lánadrottnar gömlu bankanna taka því ekki þegjandi að eigur þrotabúsins eru afskrifaðar sérstaklega ef fólk getur greitt. Þetta þarf að borga, tími efnahagslegu gullgermanna er liðinn. Þeir sem blésu út verðmæti geta ekki blásið burt skuldir og auðvitað lendir þetta á skattborgurum þessa lands nær ótrúlegur barnaskapur að halda annað. Það þarf að gera uppskurð á hinu opinbera og þær sparnaðaraðgerðir sem þegar er búið að ráðast í verður algjört smáræði miðað við þann hrylling sem við eigum von á. Hið opinbera og velferðarkerfið verður þar skorið að efnahag þjóðarinnar. 200 miljarða halli sem við fáum varla lánað fyrir samtímis því að 100 miljarðar af þeim 400 miljörðum sem ríkið fær fer í afborganir og vexti af erlendum lánum síðan bætist við atvinnuleysistryggingasjóður sem verður tómur fyrir sumarið og ef það stefnir í 15-20% atvinnuleysi þá erum við í slæmum málum. Ísland liggur hátt í skattheimtu og það verður erfitt að hækka álögur en ef við hækkum matarskatt (5miljarða), hækkum launaskatt (já þeir þurfa að fara í hátekjuskatt yfir 500 þús það gæfi kanski 5 miljarða ef þeir fara ofar 750 þús gefur það víst ekki meira en 0,5-1 miljarð) Þetta til samans dekkar kannski 5% af gatinu og þá stæðu 190 miljarðar + (95% eftir) og það þyrfti að vera samdráttur. Velferðakerfið, menntakerfið og heilbrigðiskerfið mun ekki sleppa undan stórfeldum niðurskurði. Það er ekki til einnar nætur þetta er varanlegur niðurskurður en ekki bara fyrir 2010 eða 2011.
Tel það líklegt að þeir sem skulda íbúðarlán fagna þessu en hættan er að ungt og vel menntað fólk sem sér fyrir sér áralanga skattaklafa flýji land meðan fólk í skuldafjötrum fær sig hvergi hreyft.
Gunnr (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:09
Mikið rosalega eru menn hræddir við að taka ákvarðanir á þessum landsfundum,við hvað eru þeir hræddir.
Eitt er víst ég kýs ekki VG í næstu kosningum ef þeir koma ekki með afgerandi lausn á vanda heimilanna,og á meðan Steingrímur tekur þátt í því að afskrifa skuldir fyrirtækja sem eru gjaldþrota og lána restina með 2% vöxtum í mörg ár,afskrifa allar skuldir Morgunblaðsins og færa mönnum á silfurfati hræið sem alveg hefði mátt missa sig þó fyrr hefði verið.
Ég hef alltaf kosið VG og fyrir VG alþíðubandalagið og allt mitt fólk,en núna eru allir að hugsa sig um hvað þeir eiga að í vor.
ætli maður verði ekki að kjósa borgaraflokkinn,þó þeir næðu ekki nema 2 mönnum inn á þing þá eru allavega komnir 2 varðhundar lýðræðisins á þing og geta gert þeim sem kalla sig félagshyggjuflokka lífið leitt.
Á sínum tíma kaus ég kvennalistann og komust nokkrar konur með prjóna á þing og gerðu meira gagn fyrir þjóðfélagið og aðallega þá heimilin og fjölskyldurnar.
Núna er eingin kvennalisti ,en þær sem voru í honum flestar á þingi í öðrum flokkum,sama gæti gerst með borgaraflokkinn.
Til að bjarga heimilunum þarf að færa he---tis verbæturnar í það horf sem var þegar lánin voru tekin í æðinu þegar bankarnir sprengdu upp verð á íbúðum út um allt land og lánuðu fólki alt upp í 100% sem var í engu samræmi við verðmætin sem voru í veði, enda kom á daginn að verðið hrundi um leið og bankarnir hrundu.
hversvegna ættu heimilin í landinu að bera ábirgð á þessum hamförum af völdum ótíndra glæpamanna sem núna spóka sig á sælueyjum og hlæja að okkur fyrir trúgirnina með fullar hendur af fé.
Ef steingrímur og co. ekki gerir neitt mjög fljótt fara heimilin á hausinn og þá fer fólk í umvörpum úr landi ,og hver á þá að reisa landið við?Kannski auðmenn sem koma þá og hirða hræið og flytja inn vinnuafl frá löndum sem virða ekki mannréttindi.
Þá verður hægt að kalla Ísland þrælakistuna sem Íslendingar kannast svo sem við frá fornu fari.
Nei ef VG.gera ekki neitt þá svei þeim til and---tans
H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 21:59
En hvaða niðurfellingu eiga þeir sem ekki offjárfestu að fá ??
Þar sem þessar niðurfellingar lenda á þjóðin til greiðslu þá vill ég á líka niðurfellingu á mínum skuldum ef ekki þá er jafnræðis ekki gætt og engi sátt getur skapast eða hvað
Jón Rúnar Ipsen, 27.3.2009 kl. 23:29
Jón Rúnar: Það er einmitt það, það ætti að niðurfæra húsnæðisskuldir allra heimila um t.d. 20%, þó ekki meira en t.d. 4 milljónir á heimili.
H. Pétur: Ég er viss um að þú ert ekki sá eini sem hugsar atkvæði þínu til hreyfings að óbreyttu. Það gæti orðið VG dýrkeypt ef þau fylgja óábyrgu rugli.
Gunnar: Tími uppblásinna eigna er liðinn, og tími uppblásinna skulda líka. Þetta er bara sápukúla og það er hægt að sprengja hana með títuprjóni. Niðurfærslan kostar ekkert vegna þess að hún þýðir bara afskrift á tekjum næstu áratugi, sem annars vegar var ekki gert ráð fyrir fyrir nokkrum mánuðum síðan og hins vegar munu ekki fást hvort sem er ef hálf þjóðin á ekki fyrir skuldunum, fer á hausinn og hættir að borga. Og já, fólk mun flýja land, um það er engum blöðum að fletta.
Vésteinn Valgarðsson, 28.3.2009 kl. 15:14
En hvaða niðurfelling eiga þeir að fá sem ekki eiga husnæði ? og hver á að borga niðurfellingu ?? ég vil fá svar
Jón Rúnar Ipsen, 29.3.2009 kl. 14:25
Þeir sem eiga ekki húsnæði og þar með ekki húsnæðisskuldir (til dæmis ég) fá skv. þessu plani ekki niðurfærslu á skuldunum þar sem þær eru engar. Niðurfellinguna þarf enginn að borga vegna þess að hún kostar ekki neitt. Skuldirnar hækkuðu gífurlega út af verðbólgu í bankahruninu. Sú hækkun var miklu meiri en nokkur reiknaði með og hún þýðir að verulegur hluti af heimilum í landinu verður gjaldþrota nema eitthvað verði að gert. Gjaldþrota vegna þess að þau eiga ekki fyrir skuldunum. Ef þau verða gjaldþrota, þá eru þessar skuldir hvort sem er tapað fé. Þá er alveg eins hægt að afskrifa þær bara og hlífa fólki við því að verða gjaldþrota.
Vésteinn Valgarðsson, 31.3.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.