Meistarar

Það var kominn tími til að einhver spyrnti gegn niðurníðslu- og niðurrifsöflunum sem hafa breytt hluta af hjarta Reykjavíkur í draugabæ. Sá sem hefur ekki meiri not fyrir hús en svo, að hann láti það standa autt og engum til gagns, á ekki skilið að eiga það. Vonandi tekst hústökufólkinu að setja fordæmi með þessu.

Það er annars alltaf jafnfyndið að lesa hvað sumir bloggarar skrifa um mótmælendur, og ekki síður hvað birtist í athugasemdum við blogg um mótmælendur. Þar er mörgum mjög umhugað um að reyna að spyrða VG eða UVG saman við anarkista, hvenær sem þeir síðarnefndu skjóta upp kollinum. Þá hafa þeir jafnan hæst og þykjast vita best, sem vita minnst og hafa greinilega aldrei komið nær anarkista en að horfa á hræðsluáróður auðvaldsins í sjónvarpinu.


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

já, það eru allir vitlausir nema anarkistar. Þarna er rjóminn af hugsuðum landins kominn saman í rafmagnslausu húsi niðri í bæ.

Ef bara þjóðinn vissi hvað þau væru að hugsa. Svo djúpt og vel þenkjandi gáfumenni. Þetta er sexy, ólöglegt.. en sexy!!

Viðar Freyr Guðmundsson, 15.4.2009 kl. 02:30

2 identicon

Tja... ofanrituð athugasemd fær lesendur að minnsta kosti til að trúa að Viðar Freyr sé nú ekkert sá allra skarpasti!

 Síðan hvenær hafa hugsuðir þarfnast rafmangs? Snorri Sturluson var rafmagnslaus, ég er ekki alveg viss um að Mandela hafi notað rafmagn af miklum móð í fangelsinu og Sókrates og Platón voru pottþétt ekki með kveikt á flatskjá alla daga. 

Og ef Viðar Freyr er með einhvers konar blæti, þá held ég að við hin viljum sem minnst af því vita takk. 

Ég er hjartanlega sammála og fylgjandi þessum friðsamlegu og skaðlausu mótmælum sem eru bæði upplífgandi og umhugsunarverð. En samt myndi ég aldrei skrá mig í VG, reyndar ekki í neinn annan flokk heldur ef út í það er farið. Það eru ekki allir slíkar hópsálir að þeir geti ekki hugsað án þess að það passi inn í ákveðinn 'flokk'.

Hildur Heimisdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband