Lærdómsríkt

Í þessu húsi komu ítrekað upp fíkniefnamál fyrir nokkrum árum, þar sem "einhverjir aðilar" höfðu keypt eina íbúðina og leigðu hana út til fíkla. Stöðugur straumur af handrukkurum, fíklum og dópsölum sá um að hrekja aðra íbúa hússins í burtu og lækka fasteignaverðið. Tilgangurinn: Að láta þetta gamla, fallega hús grotna niður, fá svo leyfi til að rífa það þegar það er orðið nógu hrörlegt og smíða í staðinn sálarlausan steypuklump, með öðrum orðum: Óprúttnar, en sennilega löglegar, aðferðir notaðar til þess að græða peninga á því að kremja sálina úr miðbæ Reykjavíkur. Allt saman í skjóli "einkaeignarréttar" sem er "helgur" samkvæmt stjórnarskrá valdastéttarinnar.

Það kom í sjálfu sér ekkert á óvart við þetta allt saman, annað en hvað lögreglan virðist hafa beitt miklu harðræði án þess að hafa ástæðu til þess. Eða hvað? Þessi hústaka var ekki gerð í neyð, heldur var hún pólitísk. Hún var fordæmisgefandi aðför að sjálfum einkaeignarréttinum. Var löggan ekki bara að sýna í verki að hún lætur hendur skipta þegar hagsmunir valdastéttarinnar eru í húfi?


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Jónsson

Eða kannski bara fara að lögum??? Allt í einu erum við öll orðin rosa rauðir kommar sem benda stórum fingri framan í stjórnvöld og auðmenn. En hvað veit ég, ekki bý ég í 101, er ekki nógu listrænn til þess ;)

Ingvar Jónsson, 15.4.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

hmm ... er fólk núna brjálað út í eignaréttinn. Má fólk ekki eiga neitt lengur? Ótrúlegt hvað maður getur hraunað yfir stjórnmálafólk endalaust um allskonar mál og nú er það nýjasta fjallið ... eignaréttur. Hvar endar þetta?

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 15.4.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Í enskumælandi löndum eru "ábyrgir eigendur", á borð við þá sem nú hafa aftur fengið Vatnsstíginn í hendur, kallaðir SLUMLORDS.

Í Danmörku BOLIGHAJER

Er ekki kominn tími til að orðhagir Íslendingar komi með innlent heiti yfir fyrirbærið, sem virðist komið til að vera...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Hlédís

Tek nafngift á slíka kóna til alvarlegrar íhugunar!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 15:42

5 identicon

Ekki kom þetta harðræði mér á óvart. Enda búin að sjá tilefnislaust lögregluofbeldi nógu oft til að reikna með því sem hluta af eðlilegri valdníðslu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:12

6 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ingvar Jónsson: Ef keðjusagir og efnavopn eru eina leiðin sem þér dettur í hug til að leysa svona sitúasjón, þá er það óhugnanlegur þankagangur.

Daníel: Má fólk ekki eiga neitt lengur? Heldurðu að þetta snúist um að rífa skyrtuna af bakinu á þér og rótarfyllingarnar upp úr tönnunum á þér? Eða ertu að þykjast misskilja?

Eva: Lögregluofbeldi kemur mér ekki á óvart, út af fyrir sig, þótt mér bregði vanalega við það -- en ég man ekki eftir að hafa séð lögguna nota keðjusög nýlega.

Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 17:19

7 identicon

efnavopn sem bræða málningu af veggjum og keðjusög í gegnum loft þar sem fólk sat á efri hæð. tennur brotnar og spelkur rifnar af úlnliðsbrotnum manni.

þetta er virkilega óhugnalegt.

allt út af húsi sem eigandinn hafði engan áhuga á, nema í þeim tilgangi að láta drabbast niður svo hann gæti grætt aðeins meiri peninga. 

sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:29

8 Smámynd: Hlédís

Í fjölmiðlum hljómar alltaf sami englasöngur óreiðu-löggunnar um eigin skort-á-ofbeldisleysi.

Hlédís, 15.4.2009 kl. 18:51

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Sigrún: "efnavopn sem bræða málningu af veggjum og keðjusög í gegnum loft þar sem fólk sat á efri hæð. tennur brotnar og spelkur rifnar af úlnliðsbrotnum manni"

Öh.. Hvar heyrðirðu um allt þetta?

Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 22:58

10 identicon

Ég hef fengið þessa sögu Sigrúnar staðfesta.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:12

11 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ja hérna, ég er gáttaður ef satt reynist.

Vésteinn Valgarðsson, 15.4.2009 kl. 23:53

12 identicon

Steinunn fékk heilahristing og vel það -  hádegisfréttir RÚV:

http://dagskra.ruv.is/ras2/4435632/2009/04/16/6/ 

mjög harkalegar aðferðir. og að vel yfirlögðu ráði, þegar enginn var fyrir utan til að hjálpa þeim.

á meðan krakkarnir 18 voru lokuð inni, blaðaði Bjarni Ármannsson í norskum fyrirtækjaauglýsingum.

og Jón Ásgeir athugaði hvort vídeóvélarnar á húsinu hans á Fjólugötunni miðuðu ekki á Range Roverinn.  

eignaréttur verktaka á Íslandi er heilagur, öllu yfirsterkari.

jafnvel þegar um ræðir vernd á húsum með sögu, sem skipulega eru látin grotna niður til að reisa húsklasa sem engan vantar og myndi ekki slejast í bráð.

í einu þessara húsa, sem á að rífa fyrir AV-klasann, bjó Þórbergur Þórðarson um tíma, - á Laugavegi 33.

þar í kjallaranum sá ég elgömul, steypt ker.

lögreglan var einmitt kölluð til vegna þess að allir vita að oftar en ekki vinna hústökukrakkar á meginlandi Evrópu - ég hef sjálfur séð þess dæmi í Vín, London, Amsterdam og Köben .

oftast verða slík hús að félagsmiðstöðvum.

en hér? - nei, ekkert Bernhöftstorfu/ Kristjaníusyndróm hér.

stoppa það strax - áður en td Fríbúðin gæti orðið vinsæl og unnið sér hefðarrétt.

en yfirvöldin hafa ekki endalaus ráð gegn anarkisma:

í Vondelpark í Amsterdam byrjuðu nokkrir krakkar með ólöglegan útimarkað á áttunda áratugnum.

löggan henti þeim út.

næsta laugardag komu krakkarnir aftur.

löggan henti þeim út.

þarnæsta laugardag komu krakkarnir aftur með flóamarkaðsskranið.

nú er markaður þar á hverjum einasta laugardegi.

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:01

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Eftir aðfarir lögruglunnar efast ég um að það verði mikið gagn í þessu tiltekna húsi í bráð. En það er svo sem nóg til af yfirgefnum húsum, þökk sé blessuðu auðvaldinu.

Vésteinn Valgarðsson, 17.4.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband