Ruddaskapur

Það er því miður ekkert nýtt að lögruglan sýni meiri ruddaskap en tilefni er til. Þarna var enda sjálfur kjarninn í tilveru þeirra: Að vernda einkaeignarréttinn. Stjórnarskráin segir að hann sé "helgur" -- það rímar við stéttareðli hennar. Ef við byggjum í lénsveldisskipulagi, þá væri það meðfædd tign sem væri "helg" -- ef við byggjum í Rómarveldi væri það rétturinn til að eiga þræla. En við búum í auðvaldssamfélagi þar sem einkaeignarrétturinn er forréttindin sem skilja milli hafranna og sauðanna. Það er höfuðhlutverk lögruglunnar að halda honum "helgum" -- að réttur eigandans til þess að gera ekki neitt við svona hús, eða láta það fúna og ryðga, skuli vega þyngra en réttur einhvers til að nota það í eitthvað uppbyggilegt eða gagnlegt -- nú, eða bara skemmtilegt.
mbl.is Komnir upp á aðra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband