Naxalbari-liðar

Naxalbari-maóistar eru "ein helsta ógnin við þjóðaröryggi Indlands" ef marka má forseta landsins. Þeir eru vopnabræður nepölsku maóistanna sem eru komnir til valda í Nepal, og eru í sama alþjóðasambandi og maóistaflokkarnir á Filippseyjum, Tyrklandi, Perú og fleiri stöðum, RIM (Revolutionary International Movement). Öfugt við það sem sumir halda, eru þeir ekki á bandi með Kína, heldur hafna endurskoðunarstefnu Deng Xiaoping og álíta hana svik við maóismann. Eins og algengt er um maóista, þá eiga naxalbari-menn erfitt með að komast yfir þröskuldinn milli dreifbýlisins og þéttbýlisins; þeir eru sterkir og vinsælir meðal bláfátækra bænda í dreifbýlinu, en hafa ekki eins mikil áhrif meðal öreiganna í þéttbýlinu.
mbl.is Maóistar sleppa gíslum á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband