Fuss og svei

Málefni hælisleitenda eru okkur til skammar, eins og öðrum vestrænum ríkjum. Það er til skammar að þeim sé mismunað. Mismununin sýnir skýrt hvað þeir eru lítils virði í augum yfirvalda -- og það sýnir aftur hvað fólk er lítils virði. Mannréttindi og gildi manneskjunnar sem manneskju hljóta að miðast við þann sem stendur lakast. Við hin njótum stöðu okkar að öðru leyti: stéttarstöðu, kyns, þjóðernis og ýmislegs annars. Fólk eins og þessi Mansír sýnir okkur hins vegar gildi manneskjunnar sem slíkrar í augum yfirvaldsins. Og það er til skammar.
mbl.is Mál hælisleitanda lá óhreyft í heilt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Að hælisleitendur þurfi að bíða mánuðum og árum saman milli vonar og ótta um hvort viðkkomandi verði sendur heim þar sem í mörgum tilvikum ekkert nema dauðinn bíður þeirra, er til skammar. Þar sem oftast fólkið fær svarið: Nei, væri hreinlega betra að afgreiða mál þeirra strax og segja þá "Nei" .. til að þeir geti þá gert aðrar ráðstafanir og farið að athuga hvað annað er í boði .. semsagt hvort önnur lönd gætu hjálpað.

Vinnubrögð útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis í þessum málum eru ámælisverð og sumt starfsfólk þar ætti að skammast sín.

ThoR-E, 1.5.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband