Frítt í strætó -- fyrir alla, alltaf

Strætó á ekki að vera rekinn eins og fyrirtæki og ætlast til að hann skili gróða. Hann á að vera samfélagsþjónusta, kostaður að öllu leyti af hinu opinbera og fargjöldin engin. Fargjöldin, eins og þau eru núna, eru nógu há til að fæla suma frá því að nota strætó, en ekki nógu há til þess að hann skili hagnaði. Þau eru því tilgangslaus. Ef farið væri ókeypis mundi notkunin aukast í samræmi við það. Gróðinn sem þetta skilar samfélaginu er í formi sparnaðar á bensíni, mengun, slysum, tryggingaiðgjöldum, viðhaldi og uppbyggingu gatnakerfis og loks mundi umferðin minnka enn meira. Með öðrum orðum mælir allt með því að hafa ókeypis í strætó, og ekker tmælir á móti því. Hvers vegna í fjandanum er þá ekki ókeypis?
mbl.is Vilja að ríkið styðji Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband