Stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins

Atvinnurekendur eru fulltrúar auðvaldsins, augljóslega.

Verkalýðsforystan er bundin af hagsmunum lífeyrissjóðanna.

Ríkisvaldið er með bankana í fyrirrúmi.

Ef af þessum "stöðugleikasáttmála" verður, verður þetta innbyrðis stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins, eða í mesta lagi gagnkvæmur stöðugleikasáttmáli fjármálaauðvaldsins við iðnaðar- og verslunarauðvaldið almennt. Ég er hræddur um að almenningur í landinu eigi ekki sæti við þetta samningaborð, og samningarnir verði eftir því.

Það verður enginn stöðugleiki og það verður heldur engin sátt.

Vonandi skjátlast mér.


mbl.is Kynna drög að sáttmála í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Verkalýðshreyfingin var einkavinavædd löngu á undan bankavinavæðingunni. Þar starfa niðursteyptar einingar sem eru að vinna fyrir félagið og lífeyrissjóðina sína. Ekki fyrir verkalýðinn. Það hvarf þegar Gvendur Jaki var orðinn lúinn.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband