Hvar get ég skrifað undir!?

Jóhanna segir það óvanalegt að ákvæði í svona samningum séu lántakendum einum í hag. Og hvað með það? Á maður að gera sig ánægðan með þennan versalasamning vegna þess að eitthvert eitt ákvæði sé svo hagstætt?

Það er ekkert að marka mat á eignum Landsbankans í Bretlandi. Ef þær eru svona mikils virði, þá mundu Bretar náttúrlega bara taka þær upp í skuldirnar, er það ekki?

Og "ef við ætlum að vera aðilar að alþjóðasamfélaginu"? Hvað á svona hræðsluáróður að þýða? Er ætlast til þess að við trúum því, að við verðum einhver Norður-Kórea vestursins ef við neitum að undirgangast þennan ótrúlega samning?

Og hvað ef við undirgöngumst hann? Þá verður Ísland að nýlendu Breta og við getum eins bara lokað sjoppunni og flutt á Jótlandsheiðar Evrópusambandsins.


mbl.is Tortryggni í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband