Aldrei

Versta niðurstaða sem gæti komið út úr þessu IceSave-máli væri ef ríkissjóður tæki á sig ábyrgðina á IceSave-reikningunum. Milljónir króna á hvert mannsbarn í landinu -- þetta hljómar eins og grín, og erfitt að taka menn alvarlega þegar þeir tala um að leggja þetta á þjóðina um leið og þeir þykjast vera svo ábyrgir. Ábyrgir gagnvart hverjum? Ég hygg að hér eigi orðið eins og "landráð" og "drápsklyfjar" við, ýkjulaust og aldrei þessu vant í bókstaflegri merkingu. Því verður án efa lengi haldið til haga hvaða þingmenn greiða ábyrgðinni atkvæði sitt.

Það verður að stöðva þetta með öllum ráðum. IceSave-skuldirnar munu annars leggjast yfir landið eins og ísaldarjökull, en þær verða ekki borgaðar. Vinnufært fólk á of auðvelt með að flýja land, ef það þá gerir ekki frekar byltingu


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.7.2009 kl. 23:00

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Vilt þú sem sagt dæma okkur sem þjóð sem vanskilamenn opna augun þetta mun aldrei fara fyrir dóm einfaldlega vegna þess að þá mun fjármálakerfi heimsins riða til falls . eina sem við getum gert er að skrifa undir og vona svo að allt gangi upp í framtiðini

Jón Rúnar Ipsen, 3.7.2009 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband