Sá er brattur

Það er ekki ásættanleg niðurstaða úr IceSave-máli, að Íslendingar taki á sig ábyrgð vegna þess. Erlendir kröfuhafar geta skipt á milli sín erlendum eignum bankanna, sem eiga að vera svo miklar. Íslenskir skattgreiðendur eru ófærir um það og auk þess er það hvorki réttlátt né nauðsynlegt. Þetta er vitað og það lítur vægast sagt illa út þegar íslenskir stjórnmálamenn eru að berjast fyrir því að íslenska ríkið undirgangist þennan ófögnuð og beita jafnvel hótunum að hér fari allt til andskotans nema við -- ja, nema við förum til andskotans með því að smaþykkja IceSave.

Allt þetta blaður fer líka ósegjanlega í taugarnar á mér. Bretar og Hollendingar eru sagðir hafna dómstólaleið. Hvers vegna ættu Íslendingar þá að ganga á eftir þeim? Hvað ef málið væri bara óleyst og ef þeir vildu ekki dómstólana yrðu þeir bara að útskýra það sjálfir fyrir sínum umbjóðendum? Og "réttaróvissa um innistæðutryggingar" -- síðan hvenær er það í verkahring íslenskra skattreiðenda næstu áratugina að ábyrgjast einhverja "réttarvissu" fyrir alþjóðlegt auðvald? 

Steingrímur segist ekki vilja ræða hvað gerist ef Alþingi fellir IceSave. Er ég ósanngjarn ef ég skil það þannig að það sé ekkert plan B?


mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kjarni málsins er sá að Jóhanna heldur um stjórnartaumana og ræður hverjir eru ráðherrar

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 16:16

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samfó veit ekki að hún er ekki að vinna af heilindum. það er mín skoðun. þau halda að höfuðstöðvarnar í Brussel séu góðgerðarstofnun.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.7.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þá er spurningin, á maður að fyrirgefa þeim því þau vita eigi hvað þau gjöra?

Vésteinn Valgarðsson, 22.7.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband