Fellum IceSave-samninginn!

Í IceSave-málinu er versti kostur í stöðunni sá, að íslenskir skattborgarar taki á sig ábyrgðina. Þessu verður að hafna, um það er engum blöðum að fletta. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar er ógeðfelldur og á ekki að taka mark á honum.
mbl.is Niðurlægjandi ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég skil ekki þessa hatursafstöðu ykkar. Að mínu viti eruð þið óafvitandi strengbrúður pólitískra afla sem hamast við að komast aftur til valda. Látið ekki nota ykkur, þið annars vel þenkjandi fólk. Það hefur  verið sýnt fram á að þessar skuldbindingar SEM VIÐ HÖFUM TEKIÐ Á OKKUR, SIÐFERÐILEGTA SÉÐ AMK. eru ekki meiri en margar aðrar þjóðir hafa tekið á sig og eru aðeins lítill hluti af því sem fellur á okkur vegna glannaskapar og glæpamennsku útrásarvíkinganna. Það er engu líkara en þið gangið erinda hægriaflanna, sem berjast nú hatrammlega fyrir völdum í þjóðfélagi okkar, sem okkur ber skylda til að berjast gegn.

Þorgrímur Gestsson, 31.7.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Hatursafstöðu"? Það er ríkisstjórnin sem gengur erinda hægriaflanna. Það er sögulegt hlutverk krata að gera það, og það rækja þeir dyggilega. Ég tók ekki þátt í að búa til IceSave-skuldir, og ég ætla ekki að borga þær.

Vésteinn Valgarðsson, 7.8.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband