Áróðurssíbylja

Ekki linnir áróðrinum um hvað Kúba sé ömurlegt land. Í fyrsta lagi veit ég hvorki hvað er til í þessari merkilegu frétt, né hvaða máli hún skiptir. Í öðru lagi þykist ég vita að í mörgum löndum í þessum heimshluta -- segjum, t.d. Haítí -- sé æði stór hluti fólks sem aldrei getur veitt sér þann munað að nota klósettpappír, án þess að það þyki fréttnæmt. Nei, fréttin er ekki sú að það sé klósettpappírsskortur á Kúbu, heldur að kommúnistar séu vondir, heimskir og óhæfir.


mbl.is Fokið í flest skjól á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Eru ekki flestir læknar á íbúa þar meðal S-Ameríkuþjóða og ólæsi óþekkt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband