Athugasemd

Mín athugasemd til skipulagsyfirvalda er svona:

Ég mótmæli fyrirhygaðri hótelbyggingu við Vallarstræti, niðurrifi NASA/gamla Sjálfstæðishússins, flutningi gamalla húsa og raski Ingólfstorgs. Það er nógu skuggsælt eins og það er, þótt fimm hæða lágkúra bætist ekki við. Hér í borg ráða hagsmunir verktaka- og braskaraauðvalds of miklu og ég get ekki séð að hér sé sár þörf fyrir fleiri hótel, hvað þá í hjarta miðbæjarins. Hvers vegna innrétta þessir herramenn ekki frekar Morgunblaðshöllina sem hótel? Miðbær Reykjavíkur er hjarta hennar og sál. Gömul timburhús hafa verið látin þoka fyrir nýjum, sálarlausum steypukössum sem fæstir eru til prýði. Nær væri að rífa eitthvað af eftirstríðsára-arkitektúr og byggja í staðinn fleiri gömul hús -- svona, ef það væri mögulegt... Án djóks, á stefnan í skipulagsmálum að þjóna fólkinu sem býr í borginni og fólkinu sem dvelur mest í henni, en ekki eigingirnislegum hagsmunum verktakaauðvalds. Ég vona að borgaryfirvöld beri gæfu til að þyrma því sem eftir er.

Kveðja,

Vésteinn Valgarðsson


mbl.is Uppákoma til að vernda Ingólfstorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála.

Ekki samt með að skrifa fyrirhygaðri  ;)

Ari (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:42

2 identicon

Húsin sem ætti að rífa þarna eru TM húsið og Moggahúsið og opna þannig sýn á Grjótaþorpið. Það væri falleg götumynd sem af því hlytist.

Náttúrulaus (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Úps, innsláttarvilla já. Jæja, enginn er fullkominn. ;)

Vésteinn Valgarðsson, 13.9.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband