Glæpur, dæmdur til að mistakast

Afgönsku kvislingarnir óttast að aukið erlent herlið "muni einungis ýta undir þá tilfinningu Afgana að NATO sé hernámslið í landinu." Heyr á endemi! Hvað með þetta: Það sem mest ýtir undir þá tilfinningu heimamanna að þeir séu hernumdir af NATO, er að þeir eru hernumdir af NATO! NATO fór í árásarstríð gegn Afganistan árið 2001 og lagði landið (að miklu leyti) undir sig. Við skulum átta okkur á því að til að byrja með er árásarstríð hinn æðsti glæpur gegn mannkyni, samkvæmt alþjóðalögum. Í öðru lagi eru vestrænir (þar með taldir íslenskir) hermenn sem taka þátt í hernáminu réttdræpir.

Allt frá innrásinni hefur andspyrnan verið linnulaus og frekar færst í aukana. Ekkert styrkir íslamista eins mikið og erlent hernámslið. Það er rétt hjá þessum McChrystal að stríðið muni tapast ef ekki berst liðsauki. En þótt hann berist, mun það samt tapast. Sjáið til: Afganistan er mun víðáttumeira en Írak, og nokkru fjölmennara. Það sem hundruð þúsunda bandarískra hermanna geta ekki í Írak, geta tugþúsundir af þeim enn síður í Afganistan. Þetta endar bara á einn veg, sem er að afganska andspyrnan mun brjóta hernámið á bak aftur. The rest is details.


mbl.is Efast um gildi fjölgunar hermanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Írak er fjölmennara en Afganistan

Írak 31 milljón

Afgan 28 milljón

G.K (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 06:36

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

CIA World Factbook segir Afganistan 28,4, Írak 28,9 -- þannig að rétt hjá þér. Takk fyrir ábendinguna.

Vésteinn Valgarðsson, 22.9.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband