Með hverjum heldur Mbl.??

Í fréttinni stendur:

Zelaya var fluttur í járnum úr landinu 28. júní sl. eftir að valdagræðgi hans þótti keyra fram úr hófi.

Er þetta grín eða hvað? Það var framið valdarán. Herinn rændi völdum af lýðræðislega kjörnum forseta vegna þess að valdastéttinni þótti hann hallast of langt til vinstri fyrir sinn smekk. Valdarán, höfum það á hreinu. Samband Ameríkuríkja, OAS, hefur á einu bretti fordæmt valdaránið, og eru Bandaríkin þá ekki undanskilin. Morgunblaðið er semsé hægramegin við Bandaríkjastjórn í þessu máli.


mbl.is Hitnar í kolunum í Hondúras
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætli hugur fylgi máli hjá Ameríkönum, þegar á sama tíma gengur IMF inn og dælir peningum í þessa ólöglegu stjórn. Hér er enn eitt dæmið á ferð, sem John Perkins hefur tíundað svo vel. Arðrán þjóðar með hjálp IMF.

Það er enginn vafi í mínum huga hver kostaði valdaránið, enda býr Honduras yfir miklum auð. 

Fróðleg grein um þetta og fleira HÉR.

Þessa glæpahunda höfum við svo inn á teppi hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.9.2009 kl. 02:56

2 identicon

Vá. Þetta er fréttamennska moggans par exelence.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 08:50

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekki er ég að segja að Bandaríkjastjórn hafi brugðið út af vananum og tekið upp einlægni og lýðræðisást sem utanríkisstefnu -- en fordæmingin stendur samt.

Vésteinn Valgarðsson, 24.9.2009 kl. 17:44

4 identicon

Þekki nú ágætlega til í Honduras og það er ekki beint hægt að tala um valdarán hersins þar sem frávikning forsetans var samþykkt af sitjandi þingi og staðfest af hæstarétti landsins.

Útlegðarforsetin var eindregin hægri maður þegar hann bauð sig fram til embættis en snerist skyndilega til vinstri og vildi fá að ríkja áfram en til þess þurfti hann að gera breytingu á stjórnarskránni sem bannar það að forseti geti verið í embætti meira en 4 ár í senn.

Igor (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 18:46

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Samkvæmt mínum heimildum er það ólögleg leið til að setja forseta frá völdum.

Vésteinn Valgarðsson, 25.9.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband