Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.9.2015 | 12:09
Ímyndað og raunverulegt gyðingahatur
Það er alveg rétt hjá þessum Gerstenfeld, að Passíusálmanir eru gegnsýrðir af gamaldags, kristilegu gyðingahatri og löngu tímabært að við hættum að halda upp á þá. Þeim er líka verulega ábótavant bragfræðilega séð, eins og fleiru sem Hallgrímur orti, án þess að það komi þessu máli við. En það er óhætt að fullyrða að Hallgrímur Pétursson hafi ekkert lært af helförinni.
Bobby Fischer var veikur maður. Hann var með ofsóknaræði. Sök hans var að tefla skák í Júgóslavíu á meðan ranglátt viðskiptabann lá á henni. Það var gott hjá honum. Níðingarnir sem ofsóttu hann ættu að skammast sín. Hefði það verið betra fyrir einhvern ef hann hefði eytt síðustu árunum á pólitískri réttargeðdeild í Bandaríkjunum? Að kalla Íslendinga gyðingahatara fyrir að taka við hundeltum manni með ofsóknaræði - sem var sjálfur gyðingur í þokkabót - er rugl.
Gerstenfeld segir að Íslendingar hafi lítið lært af helförinni. Það má vel velta því fyrir sér. Það er ennþá verið að vísa flóttamönnum sem hingað koma út í opinn dauðann, eins og íslensk stjórnvöld gerðu við þónokkurn fjölda gyðinga fyrir stríð. Og enn er til fólk sem skilur ekki þá meinsemd sem rasismi er og finnst allt í lagi að herraþjóð kúgi aðra í nafni yfirburða sinna.
Það mætti svo líka velta því fyrir sér hvað zíonistar hafi lært af helförinni.
![]() |
Passíusálmarnir fullir af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
21.9.2015 | 12:03
Ekki vera gunga, Dagur
Ákvörðunin um að undirbúa og útfæra sniðgöngu á ísraelskum vörum er bæði djörf og þörf. Þar sem það var í alla staði fyrirsjáanlegt að áróðurs- og lobbímaskína zíonista mundi gjósa eins og eldfjall við það að borgin tæki þessa ákvörðun, hefðu Dagur & Co. líka átt að vera viðbúin því að verja ákvörðunina. Það er hæglega hægt að túlka orðið "útfæra" þannig að sniðgangan taki til allra vara sem eru framleiddar í landtökubyggðum á hernumdu svæðunum og að hún taki til annarra ísraelskra vara eftir því sem hægt er eða gerlegt. Klaufaskapurinn er að taka ákvörðunina og hafa ekki göts í að standa við hana.
![]() |
Hefur skaðað meirihlutann í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 23:28
Sniðgangið Ísrael
Hernám Ísraels á Palestínu er stríðsglæpur. Ísrael stundar kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum. Ísrael stundar kynþáttaaðskilnaðarstefnu. Ef utanríkisstefna Íslands er að samþykkja svona framferði, þá er það utanríkisstefnan sem á að breyta. Það væri nær að slíta stjórnmálasambandi við þetta útlagaríki, sem veður eins og dólgur yfir nágranna sína og virðir hvorki mannréttindi né alþjóðalög.
![]() |
Tillagan verði dregin til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 22:56
Má segja svona??
New York-borg er næstum algjörlega stjórnað af gyðingum
Má Jón Ólafsson segja svona? Er það ekki kallað ein tegund gyðingahaturs að segja að gyðingar stjórni einhverju? Má þetta?
Að öllu gamni slepptu: Ef menn eru svona heitir stuðningsmenn arabamorða, þá held ég að þeir geti átt sín viðskipti sjálfir.
![]() |
Dugar ekki að breyta tillögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 16:21
Þrugl þröngsýns manns
Að túlka andstöðu við zíonisma sem gyðingaandúð er kjaftæði sem er annað hvort vegna þess að viðkomandi er heilaþveginn og skilur þess vegna ekki muninn, eða vegna þess að viðkomandi er vísvitandi að snúa út úr af einhverjum annarlegum hvötum.
Zíonismi er þjóðernishyggja gyðinga, stefna á að "guðs útvalda þjóð" eigi öll að safnast til Palestínu, losa sig við aðra íbúa og búa þar ein. Saga zíonismans er blóði drifin, hluti af sögu blóði drifinni sögu (almennrar) róttækrar þjóðernishyggju og rasisma, í bland við nýlendustefnu. Zíonismi reynir að búa til þjóð úr trúflokki og er réttlættur með afgömlum þjóðsögum.
Að reyna að eigna gyðingum sem slíkum zíonismann, og þar með ábyrgð á glæpum gegn mannkyni, er illvirki. Illvirki gegn gyðingum. Hafi þeir skömm sem reyna það.
![]() |
Gyðingar ferðist ekki til Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.9.2015 | 21:44
Hinn dæmigerði Íslandshatari...
...virðist vera manneskja sem er á móti því að drepa hvali, en með því að drepa araba. Og hefur kokhreystina til að kalla aðra hræsnara!
![]() |
Byrjað að nota #boycotticeland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2015 | 21:40
Til hamingju Ísland
Það var í einu orði sagt grátlegt að sjá hvernig ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hélt á IceSave-málinu.
Sigmundur gat trútt um talað á þeim tíma, verandi í stjórnarandstöðu, og það má svo sem segja að hann hafi siglt nokkuð laglega á þessu máli alla leið í forsætisráðherrastólinn.
![]() |
Fullnaðarsigur í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2015 | 21:36
Ókeypis auglýsing fyrir BDS-herferðina
Krampakennd viðbrögð zíonista og viðhlæjenda þeirra við ákvörðun Reykjavíkurborgar eru fyrirsjáanleg. Viðbrögðin draga margfalt, margfalt meiri athygli að ákvörðuninni heldur en hún hefði fengið annars og vekja þannig athygli heimsins á sniðgönguherferðinni. Ég veit ekki til þess að borgin hafi verið í neitt sérstaklega miklum viðskiptum við Ísrael en þetta mun kannski ryðja veginn fyrir fleiri -- þannig að Yousef Inga Tamimi, sniðgöngustjóra Félagsins Ísland-Palestína, virðist hafa ratast satt orð á munn þegar hann sagði Morgunblaðinu að líklega væru táknrænu áhrifin meiri en þau efnahagslegu.
![]() |
Hætta sölu á Einstök bjór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2015 | 10:29
Eldfjall af áróðri
Það ber að fagna þessari tímabæru ákvörðun Reykjavíkurborgar, sem er rós í hnappagat Bjarkar.
Tal um "haturseldfjall" í borgarstjórn Reykjavíkur er í besta falli hlægilegt, en á þess betur við um utanríkisráðuneyti Ísraels. Þvílíkur viðbjóður sem þar gýs upp.
![]() |
Eldfjall sem spúir hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2015 | 09:39
Kaupið líka Gylfa Arnbjörnsson
Er ekki hægt að láta þá hafa tvo-fyrir-einn pakka og taka Gylfa Arnbjörnsson í kaupbæti?
![]() |
Ekkert grunsamlegt við kaupin á Gylfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |