Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Samstaða með glæpamönnum

Það er glæsilegt að Reykjavíkurborg hafi stigið þetta þarfa skref.

Það þarf annað hvort heilaþvott eða einbeittan vilja til útúrsnúnings til að rugla saman Ísrael og gyðingum, eða zíonisma og gyðingdómi, og þeir sem gera það eru ekki vinir gyðinga, þótt þeir þykist kannski vera það.

Svo er það auka bónus ef þessi samþykkt verður til þess að einhverjir zíonistafjörulallar komi ekki til Íslands.


mbl.is Gyðingar íhuga að sækja rétt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðið þá betur!

Það er engum blöðum um það að fletta, að verkfall SFR hefur víðtæk áhrif í þjóðfélaginu, enda til þess gert. Það er heldur engum blöðum um það að fletta að verkfall er örþrifaráð, sem enginn grípur til að gamni sínu.

Ástæðan fyrir því að SFR stefnir nú að verkfalli, ef ekki nást samningar fljótlega, er að ríkið býður SFR-félögum (ásamt SLFÍ og LL) smánartilboð sem er ekki nema rétt hálfdrættingur á við það sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið það sem af er árinu. Augljóslega látum við ekki bjóða okkur það.

En það er einfalt mál að afstýra verkfalli. Fjármálaráðherra eða samninganefnd ríkisins geta gert samninganefnd SFR, SLFÍ og LL tilboð sem félagsmenn geta tekið alvarlega.


mbl.is Vínbúðum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koma niður á réttindum annarra??

Það er ekki fréttnæmt að verkföll heilbrigðisstétta valdi erfiðleikum fyrir sjúklinga. En það sýnir þankaganginn ef Landlæknir krefst þess að þeim "ljúki tafarlaust" og ríkisstjórnin túlkar það þannig að lögbann sé nauðsynlegt. Það á auðvitað að binda endi á þau með því að semja um launahækkanir. Annað er bara kjaftæði. Ætli það valdi sjúklingum ekki hættu og erfiðleikum ef haldið verður áfram að brjóta niður Landspítalann og aðra þætti heilbrigðiskerfisins? Ef fólk heldur áfram að flæmast úr starfi þaðan?


mbl.is Lög verði sett á verkföllin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðufylkingin, Landvernd, rányrkja

Alþýðufylkingin gaf út ályktun í gær, um stuðning við Landvernd og andstöðu við rányrkju - og andstöðu við markaðsvæðingu og gróðasókn auðvaldsins, aðaldrifkraft umhverfisspjalla í landinu. Lesið:

Ályktun til stuðnings Landvernd og gegn rányrkju


Alþýðufylkingin ályktar um verkföll

Sjá:

Ályktun Alþýðufylkingarinnar um verkföll


Tvær athugasemdir vegna Hvíta stríðsins

Í greininni í Mogga er haft eftir Skafta Ingimarssyni að eftir að Nathan Friedman greindist með trachome, þá "Ráðlögðu læknar að hann færi þegar úr landi og fengi meðferð í Danmörku." Ekki rengi ég það -- en það mætti líka koma fram að í áliti Andrésar Fjeldsted, augnlæknis og langafabróður míns, kom fram að (a) sjúkdómurinn væri ekki bráðsmitandi og (b) það væri hægt að meðhöndla drenginn á Íslandi.

Í lok greinarinnar er haft eftir danska sendiherranum að "Hingað til hafi stéttaskipting ekki þekkst í þessu lýðræðislega samfélagi, stéttarígur væri óþekktur og fyrst á síðastliðnum árum [skrifað 1921] að farið hafi að bera á auðmannastétt." -- Það fylgir sögunni að greining Danans sé "athyglisverð". Að kalla Ísland í byrjun tuttugustu aldar eða seinni part nítjándu aldar "lýðræðislegt" eða að þar hafi stéttaskipting "ekki þekkst" er út í hött. Kannski er sendiherrann að bera saman við stéttaskiptinguna í Danmörku, sem var auðvitað mjög skýr og sýnileg -- en það var svo sannarlega mikil stéttaskipting á Íslandi líka.


mbl.is Ný skjöl fundin um „hvíta stríðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tek undir þetta

Ég sé ekki heldur eftir því að Ingibjörg Sólrún hafi hætt í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Aldrei séð eftir því að hafa hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþýðufylkingin styður viðræðuslit en gagnrýnir málsmeðferðina

Ég vek athygli á því að Alþýðufylkingin var að senda frá sér:

Ályktun um viðræðuslit við ESB


Vonbrigði?

Ef Netanyahu verður áfram forsætisráðherra Ísraels eru það afleitar fréttir fyrir fólk sem er á móti því að palestínsk börn séu myrt. Ekki það, að "zíonistabandalagið" - sem um það bil það sama og Verkamannaflokkurinn, með nýtt nafn, ef mér skjátlast ekki - er ekki líklegt til að friðmælast heldur. En Netanyahu lýsti því beinlínis yfir í kosningabaráttunni að ef hann fengi sigur, yrði ekki stofnað neitt palestínskt ríki. Tveggja ríkja lausnin svokallaða er reyndar löngu dauð, ef hún var ekki andvana fædd. Það er kannski ástæðan fyrir því að John Kerry tönnlast ennþá á henni. Og Mahmoud Abbas, sem sumir ganga svo langt að kalla kvisling.

Ég set spurningarmerki í titilinn á þessari færslu, vegna þess að þótt maður voni auðvitað að það komi einhver vonarglæta í ísraelsk stjórnmál, þá bjóst maður svo sem ekki við miklu. Þannig að það er skilgreiningaratriði hvort vonbrigði eru rétta orðið til að nota.


mbl.is Netanyahu lýsir yfir „miklum sigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lýðveldið Kongó

Virunga þjóðgarðurinn er í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (DR Congo). Annað land við hliðina heitir hins vegar Lýðveldið Kongó. Þetta minnir óneitanlega á aðra frétt mbl.is fyrir nokkrum árum, þegar maður var dæmdur fyrir að kasta steinum í "skipalest" forsetans - forseta Kongó, nema hvað.


mbl.is Vilja leita olíu í heimsminjagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband