Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Landsfundur SHA næsta miðvikukvöld

Eins og fram kemur á Friðarvefnum, verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn næstkomandi miðvikukvöld klukkan 20:00.

Eins og fram kom á þessu bloggi um daginn, býð ég mig fram til formanns í samtökunum. Af því tilefni vil ég vekja athygli á grein eftir sjálfan mig, sem birtist í nýjasta tölublaði Dagfara, málgagns SHA: Hvert eiga SHA að stefna?


Rétt ákvörðun, röng málsmeðferð

Eins og fastir lesendur mínir vita, er ég fortakslaus andstæðingur ESB-aðildar Íslands. Því styð ég að umsóknin sé tekin til baka og helsta gagnrýni mín við afturköllunina er að hún hefði mátt verða fyrr.

Að því sögðu, er naumast hægt að láta málsmeðferðina óátalda. Ríkisstjórnin segir að stjórnarandstaðan hafi drepið málið með málþófi síðast þegar það var tekið upp í þinginu. Því hafi þurft að fara þessa leið. Laggó - en það var samt ekki það sem þeir lögðu upp með í kosningabaráttunni. Þeir sögðust báðir, Framsókn og Sjálfstæðis, mundu leggja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef það hefur eitthvert gildi að segja tæpum tveim árum seinna hvað aðrir hefðu átt að segja þá, þá hefðu þeir átt að segjast mundu bara slíta viðræðunum. Það er heiðarlegt að segjast ætla að gera það, og ef maður er kosinn út á slíka yfirlýsingu hefur maður líka umboð til að gera nákvæmlega það.

Þá eru reyndar ótalin brögðin sem síðasta ríkisstjórn beitti til að koma málinu áfram. Eins og að selja aðildarviðræður sem eitthvert "kíkja í pakkann"-dæmi og fara svo fram með stórfellt aðlögunarferli. Eða að semja um að leggja fram ráðherrafrumvarp en legga síðan fram ríkisstjórnarfrumvarp.

Hvað um það. Ég styð að umsóknin sé dregin til baka, og þótt fyrr hefði verið, en það er vont bragð af málsmeðferðinni.


mbl.is „Gott fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert á friðarhreyfingin að stefna?

Ég skrifaði grein á dögunum og hún birtist í Dagfara, málgagni Samtaka hernaðarandstæðinga, í vikunni. Það má m.a. lesa hana hér: Hvert eiga SHA að stefna?

 

Aðild að þrotabúi

Evrópusambandið er bandalag evrópsks einokunarauðvalds og auðhringa um hagsmuni sína. Þar ræður fjármagnið för, gjarnan í samfloti við iðjuhölda og stórfyrirtæki.

Ein stór blekking ESB-sinna er að sambandið ráði í raun litlu um innri málefni aðildarríkjanna. Önnur stór blekking ESB-sinna er að gera lítið úr lýðræðishalla Evrópusambandins. Það gefur tóninn í öllum meginmálum, nema kannski trúmálum ef einhver telur þau ennþá til meginmála. Þegar það stjórnar ekki með beinum tilskipunum stjórnar það með því að láta ríkin „sjálf“ ákveða hlutina. Líkt og þegar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók „sjálf“ ákvarðanir um að fara eftir öllum „ráðleggingum“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Eða líkt og þegar skuldari ákveður „sjálfur“ að fara eftir „ráðleggingum“ handrukkarans sem „forðar honum“ þannig frá verri hlutum.

Þriðja blekkingin er að setja samasemmerki milli Evrópusambandsins og Evrópu. Evrópa er landfræðilegt hugtak og ekkert getur breytt því að Ísland er Evrópuríki. Og Noregur líka, og Rússland og Hvítarússland og Albanía og Serbía og Sviss.

Áhyggjur af örlögum útgerðarinnar ef við gengjum í ESB eru gild ástæða til efasemda eða andstöðu. Þær eru samt ekki mín höfuðástæða. Sem pólitískt og efnahagslegt bandalag heimsvaldaauðvaldsins, er Evrópusambandið bakhjarl fyrir auðvald sérhvers aðildarríkis. Þar er auðvaldsskipulagið beinlínis bundið í stjórnarskrá. Það er ekki hægt að byggja upp félagslegt fjármálakerfi eða efnahagskerfi og ekki einu sinni félagslegt velferðarkerfi í landi sem er innan Evrópusambandsins. Auðvaldsskipulagið er reyndar líka bundið í stjórnarskrá Íslands - en henni getum við sjálf breytt, án þess að þurfa fyrst að breyta stjórnskipan heillar heimsálfu með einróma samþykki.

Fjórða blekkingin er að Evrópusambandið sé einhver málstaður vinstrimanna, eitthvert bákn félagslegs réttlætis og regluverks til að hafa hemil á auðvaldinu. Það spillir að vísu fyrir þjóðlegu borgarastéttinni, eins og íslenskum útgerðarmönnum, en styrkir þá alþjóðlegu því meir í sessi. Með tímanum rýrnar því og hverfur þjóðleg borgarastétt í aðildarlöndunum. Hagsmunir þeirra fyrirtækja sem eftir lifa samtvinnast aðildinni. Efnahagslífið grær fast. Þannig að eins og ljósmóðirin var vön að segja þegar konunum gekk illa að fæða, þá er auðveldara í að komast en úr að fara.

Mínir fyrrverandi félagar í VG kalla það alltaf svo að „hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins“. Það er mjög varfærnislega orðað. Óeðlilega varfærnislega. Hagsmunum Íslands - alla vega alþýðu Íslands - er beinlínis ógnað af ESB-aðild. Ef við vildum koma hér á félagslega reknu fjármálakerfi eða öðrum sósíalískum ráðstöfunum, væri ESB-aðild ekki girðing heldur borgarmúr í veginum. EES-aðildin getur verið það líka, en það er þó auðveldara að losna úr henni ef því er að skipta.

Ég skil hins vegar vel að stjórnendur í ýmsum atvinnugreinum, eins og verslun, sumum iðnaði og fjármálabraski (ef brask telst atvinnugrein) sjái hagsmuni í aðild.

Núverandi krísa evrunnar, atvinnuleysið og skuldafjallgarðarnir breyta í sjálfu sér engu um ófýsileika inngöngu. Hún var ófýsileg og er ófýsileg. Bara ennþá meira núna en áður fyrr. Að minnsta kosti fyrir flestallt venjulegt fólk. Það er eitt skýrasta dæmið um tækifærismennsku og reiðarek margra evrópskra vinstriflokka, að átta sig ekki á þessu.

Til allrar hamingju fyrir Ísland, er hér til einn vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur sem hefur einarða og samkvæma stefnu um afdráttarlausa og trúverðuga andstöðu gegn ESB. Það er Alþýðufylkingin.

mbl.is Jón Baldvin ekki orðinn afhuga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loddarar og svindlarar

Takk, Guðjón Sigurðsson og Kastljós, fyrir að vekja athygli á þessum ósóma, að loddarar og svindlarar komist upp með að halda bulli og kjaftæði að veiku fólki. Vonandi verður umræðan til þess að fleiri vari sig á skottulækningum .


mbl.is Selja dauðvona sjúklingum von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cui bono?

Nú veit ég ekkert hver var þarna að verki, en það er gjarnan hollt að spyrja sig hver hagnist á voðaverkum. Ég sé ekki annað en þetta komi Pútín illa. Lætur hann líta illa út og vekur auk þess athugli á þessum mótmælum gegn honum.


mbl.is Ber öll einkenni leigumorðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki

Að gefa í skyn að einhver sé vímuefnaneytandi er kannski ósmekklegt -- en getur einhver útskýrt fyrir mér í hverju rasisminn felst?


mbl.is Baðst afsökunar á rasískri athugasemd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iss, gamlar fréttir

Abdullah, kóngur íslamska ríkisins, er búinn að vera sama sem dauður í mörg ár, þótt hann hafi að vísu dregið andann. Hann hefur kannski verið skyldur Leoníd Brésnéf, sem líka var sagður hafa verið dauður í mörg ár áður en hann var úrskurðaður látinn.

Þegar Lenín dó sögðu menn "Lenín er dáinn er andi hans lifir áfram". Á valdatíma Brésnéfs sögðu menn hins vegar "Brésnéf er dáinn, en líkami hans lifir áfram".


mbl.is Konungur Sádí-Arabíu látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki blóðmör?

Staðhæfing 1: Ef eitthvað er til sem heitir "kjarni íslenskrar þjóðmenningar", þá er blóðmör hluti af honum.

Staðhæfing 2: Kreddubækur múslima (og gyðinga) banna mönnum að borða blóð. Hluti af kjarna íslenskrar menningar. Mynd: Wikipedia(Reyndar líka kreddubók kristinna manna, en þeir eru flestir hættir að taka mark á þeim hluta nema þegar hentar þeim).

Af hverju er ekkert lag um blóðmör á þessum diski?

Er verið að ganga erinda múslimista?

Hindrum framgang hryðjuverkamanna! Étum meiri blóðmör!

(Ef þessi bloggfærsla slær eins mikið í gegn og ég vænti, þá verða það ekki bara sítrónur, ostur og rauðrófur sem seljast upp í landinu, heldur blóðmör líka.)


mbl.is Syngja um íslenskan heimilismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkur maður, sjúkt þjóðfélag

Látum það vera að til sé fólk svo langt leitt af kristinni trú, að því finist Biblían vera rök í alvöru umræðu um loftslagsmál, líffræði eða hjúskaparmál, svo ég nefni bara fá dæmi. En það er eitthvað alvarlega bogið við það að slíkur maður komist langt áfram í stjórnmálum.

Nú geta menn sagt sem svo að þarna sé kosningasvindl, þar á meðal kjördæmamörk hönnuð í þágu repúblíkana, fyrir utan litla kosningaþátttöku - en það þarf samt sem áður mjög marga fáfróða kjósendur til að svona pappakassi verði formaður umhverfisnefndar öldungadeildarinnar.

Mjög marga fáfróða kjósendur, sem eru mataðir á áróðri úr heilaþvottavélum auðvaldsins.


mbl.is Vitnaði í biblíuna gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband