Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Múslimarnir enn að verki: ber brjóst og IKEA-kjötbollur

Ég sá um daginn að fólk var að tala um að Sun ætlaði að hætta að hafa berbrjósta stelpur til þess að styggja ekki múslima. Og fólk reiddist: Ætla þessir %&$$#% múslimar nú líka að hafa af okkur réttinn til að skoða nektarmyndir!? Hvað þykjast þeir vera!? Lætur Sun kúga sig!?

Þetta fólk getur núna andað léttar, Sun ætlar greinilega ekki að láta svipta sig tjáningarfrelsinu og er ekki gengið í lið með hryðjuverkamönnunum.

En hér í Danmörku var frétt snemma síðata vor, þess efnis að IKEA ætlaði að hætta að hafa svínakjöt í kjötbollunum sínum, til þess að múslimar gætu borðað þær eins og aðrir.

Samstarfskona mín hér í Danmörku barði þá í borðið: Nei, hingað og ekki lengra! Þeir geta borðað skrítinn mat heima hjá sér, þeir geta klætt sjálfa sig öðruvísi en hún gerir, en kjötbollurar í IKEA snerta þeir ekki!

Fréttinni fylgdu tilvitnanir í einhverja vegfarendur, sem sumum fannst þetta sjálfsagt, sumum var sama og sumum fannst of langt gengið í dekri við þetta fólk.

Fjölmiðlum tókst reyndar ekki að hafa upp á múslima sem hafði sterka skoðun á málinu. Þeir voru ýmist hissa, fannst þetta ástæðulaust eða var bara sama.

Daginn eftir báru fréttir svo að IKEA væri hætt við þessa breytingu. Hjúkk, þeir eru þá ekki gengnir í lið með hryðjuverkamönnunum heldur.

Var þetta bara auglýsingabrella, eða hvað?


mbl.is Sun heldur í beru brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá eru það rauðrófurnar

Það er vægast sagt hvað rauðrófur eiga að gera fyrir heilsuna skv. þessari frétt. "Vörn gegn krabbameini"? "Afeitrun"? Má yfirhöfuð halda svona fram? Og veit konan ekki að sykur er unninn úr sykurrófu?

Um daginn fóru allir að troða í sig sítrónum og þær seldust upp í landinu. Næst önnuðu ostaframleiðendur ekki skyndilegri eftirspurn. Nú verða það væntanlega rauðrófurnar.

Sonur minn sagði mér um daginn að ef maður æti of mikið af sítrónum, þá fengi maður súrlífi. Vonandi fá menn ekki rauðlífi af öllu þessu rauðrófuáti.


mbl.is 6 ástæður til að hakka í sig rauðrófur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangar skoðanir? JÁ!!

Það er röng skoðun að finnast eitthvað vera að hommum eða múslimum.

Sá sem hefur slíka skoðun hefur rangt fyrir sér.

Þannig að það er alveg rétt hjá þessum Páli, að Gústaf sé maður rangra skoðana.


mbl.is Dæmi um „rafræna múgsefjun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifærissinnarnir hrökkva til baka

Þetta er allt hið vandræðalegasta fyrir Framsóknarflokkinn. Fóru borgarstjórnarplebbarnir þarna yfir strikið? Héldu þær kannski að þær væru búnar að plægja jarðveginn nóg fyrir Gústaf?

Gefum þessu nokkur ár. Ef það er enginn eftir með nægan manndóm í sér til þess að taka í neyðarhemlana á Framsóknarflokknum, þá kemur að því að flokkurinn verður tilbúin fyrir mann eins og Gústaf.

Jæja, leyfum þeim samt að njóta sannmælis: Gott hjá þeim að hætta við skipun Gústafs, úr því sem komið var, og betra að viðurkenna að maður hafi gert rangt heldur en að afneita því og þrjóskast við, eins og íslenskum stjórnmálamönnum er tamara.

Þetta eru auðvitað viðbrögðin sem frambjóðendurnir og flokkurinn í heild hefðu átt að sýna strax í fyrravor, þegar útlendingaandúðin birtist, í formi íslamófóbíu.


mbl.is „Mistök“ og skipun dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei kaus ég Framsókn

Í vor tók Framsóknarflokkurinn skref, sem aldrei skyldu tekin hafa verið, út á völl þjóðernispopúlisma, þar sem fyrir eru flokkar eins og Dansk folkeparti og fleiri slíkir. Fyrst var hægt að segja að þetta væri einangrað tilfelli og bæri ekki vitni um stefnubreytingu flokksins sjálfs. En þegar annars vegar forysta flokksins vill ekki bera til baka glannalegar yfirlýsingar sem höfða til lægri hvata almennings, og hins vegar flokkurinn heldur áfram á sömu braut - eins og með því að setja Gústaf Níelsson þarna sem fulltrúa sinn. Það má kannski segja að hæfi kjafti skel, að Gústaf sé verðugur fulltrúi þess flokks sem Framsókn virðist ætla að verða. Þjóðerniskristið últraíhald.

Það er á dögum sem þessum sem ég er stoltur af að geta sagt: Ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn.

Þjóðernispopúlismi er eitur sem er auðvelt að ánetjast, en erfitt að leggja bikarinn frá sér þótt innihaldið sé görótt. Framsóknarflokkurinn er núna á húrrandi ferð út úr "stofuhreinni" pólitík. Það kæmi mér á óvart ef það yrði aftur snúið. Flokkurinn er örugglega kominn of langt frá uppruna sínum, of margt ærlegt fólk búið að snúa baki við honum.

Bless, gamla Framsókn, mér bauð alltaf við þér og þinni inngrónu tækifærisstefnu, en þú stóðst alla vega ekki fyrir útlendingaandúð eða mannréttindaandúð.


mbl.is „Hið afbrigðilega og ófrjóa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki Charlie

Múhameðsteikningar á borð við þær sem Charlie Hebdo birtir, snúast ekki um að verja tjáningarfrelsið, heldur að misnota það til þess að leggja þjóðfélagshópa i einelti, sem eiga undir högg að sækja fyrir. Ég tek ekki upp hanskann fyrir slíka framkomu. Guðlast og svíðandi gagnrýni eiga við þegar er verið að ráðast á valdið eða á forréttindahópa. Það er nauðsynlegt að sparka upp fyrir sig, en það er ljótt að sparka niður fyrir sig.

Þeir sem taka þátt í að storka múslimum eða hæðast að þeim, þeir espa upp ástandið. Þeir þjóna í praxis sama málstað og hryðjuverkamennirnir, að æsa til óaldar þar sem alþýðan sundrast og auðvaldið getur auðveldlega ráðskast með hana.

Það þarf að bera klæði á vopnin. Sýna múslimum að þeir séu velkomnir í samfélög okkar hinna, að þeir séu jafningjar og eigi ekki að óttast neitt. Og útlendingahöturunum, sem óttast það sem þeir skilja ekki, þarf að mæta með festu og kveða þá í kútinn.


mbl.is Þurfa stundum að hneyksla eða móðga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niður bratta brekku olíutindsins

Olíulindir heimsins eru takmörkuð auðlind, og vinnsla á þekktum olíulindum er fyrir löngu komin fram úr fundi á nýjum lindum. Olíuframleiðsla fylgir meðalkúrfu, og toppinum var náð fyrir næstum tíu árum síðan. Frá því þá höfum við, þökk sé tækni og háu verði, verið á Heimsframleiðsla á olíunokkurs koanr hásléttu olíuframleiðslu. Þar verðum við ekki til frambúðar. Og þetta lága verð, sem er þvingað fram af pólitískum ástæðum, mun svo sannarlega ekki haldast. Það er því skammgóður vermir, ef fólk heldur að það sé hægt að byggja eitthvað á því, sem á að standa á morgun.

Að segja að "því hafi verið spáð" um síðustu aldamót, að verðið héldist lágt er misvísandi. Svo ekki sé meira sagt. Hverju hefur ekki verið spáð? Jarðfræðingurinn Hubbert setti normalkúrfukenningu sína ("klukku Hubberts", þar sem kúrfan líkist kirkjuklukku í laginu) fram fyrir áratugum og sagði fyrir um olíutindinn. Sú kenning hefur verið betur og betur staðfest eftir því sem meiri gögn hafa komið fram.

Verðið mun fara upp aftur. Og fyrr en varir mun það haldast þar til frambúðar, vegna þess að það verður erfiðara og erfiðara að auka framboðið, en eftirspurnin mun ekki minnka mikið í bráð.

Það er tómt mál að tala um, að "ætla" bara að finna stórar olíulindir. Þær finnast nú þegar hægar heldur en þær klárast. Það hallar nú þegar undan fæti.

Ábyrgir stjórnmálamenn mundu núna taka í neyðarhemlana á hagkerfum heimsins, til þess að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa og treina þá olíu sem er eftir, eins og mögulegt er.

Ég man eftir umræðu um þessi mál fyrir nokkrum árum. Þegar framkvæmdastjóri einhvers af stóru íslensku olíufélögunum var spurður hvort landið ætti nægar birgðir af olíu ef alvarleg snurða hlypi á þráðinn. Hann hélt nú ekki að þess þyrfti. Íslendingar gætu alltaf keypt olíu á frjálsum markaði þegar þeir þyrftu.Olíuborpallur undan ströndum Brasilíu

Honum yfirsást auðvitað að olía er ekki eins og hver önnur lúxusvara. Ef alvarleg snurða hleypur á þráðinn, þá verður hún ein af fyrstu vörunum sem sterk (vopnuð) hagsmunaöfl fara að hlutast um. Þá verður enginn "frjáls markaður" með hana. Það verður barist um hana. Menn eru reyndar byrjaðir á því.


mbl.is Núverandi olíuverð „útsöluverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum sýrlenska herinn

Það er í besta falli óskhyggja hjá BNA að ætla að þjálfa "hófsama uppreisnarmenn" -- Joe Biden lýsti því yfir ekki alls fyrir löngu að sú strategía hefði mislukkast, enda væru þessir "hófsömu uppreisnarmenn" ekki til. Vopnin sem BNA, Tyrkir og Flóaarabar hafa verið að senda þeim hafa endað, á einhvern óskiljanlegan hátt, í höndunum á IS.

Ríkisstjórn og her Sýrlands, undir Assad, er eina aflið sem er líklegt til að geta brotið þessa þorpara á bak aftur. Eina aflið. Assad-stjórnin hélt þeim í skefjum þangað til vestræn öfl og austrænir leppar þeirra fóru að mylja undir "hófsöm uppreisnaröfl", þ.e.a.s. senda herskáum íslamistum peninga, vopn og njósnaupplýsingar. Gripu tækifærið og hæjökkuðu kröfufundum heiðarlegra, lýðræðissinnaðra heimamanna um umbætur.

Ríkisstjórn og her Íraks, undir Saddam, gegndi sama hlutverki þar. Íraksstríðið ruddi brautina fyrir borgarastríð þar og ömurleg örlög fyrir heilt land. Ömurleg örlög, þar sem ungir menn eru til í að hlusta á boðskap um dýrð í stríði, um píslarvætti fyrir málstaðinn.

Það þarf að styðja sýrlenska herinn. Hann er lykillinn að því að klekkja á IS.

 

Það er í raun ekki flókið. Þannig að það blasir við að spyrja af hverju það sé ekki gert. Jú, BNA vill Assad burt. Ekki af því að það skorti á lýðræði eða mannréttindi hjá honum - sjáið bara Saúdi-Arabíu, nú eða bara Bandaríkin sjálf. Nei, vegna þess að hann gegnir þeim ekki. Hann er þeim óþægur ljár í þúfu. Þjóðlega borgarastéttin í Sýrlandi er hans bakhjarl. Þannig að fyrst magna BNA þetta skrímsli, IS, gegn honum, og njóta til þess stuðnings Tyrkja, Saúda og Flóaarba. Missa því næst stjórn á því, að því er virðist, a.m.k. í Írak, svo þeir hefja loftárásir sem virðast ekki draga að marki úr IS. En IS heldur samt áfram að gagnast þeim með því að berjast gegn Assad, og líka óbeint, því nú segir Obama: Tja, IS er aðalógnin núna, Assad er hindrun í veginum fyrir því að það verði almennilega barist gegn þeim, þess vegna þarf að að ryðja Assad úr vegi. Þá fyrst getur Kaninn komið og sýnt umheiminum hvernig á að berja niður uppreisnarmenn. Eins og þeir hafa gert í Afganistan. (Hér er ég að tala í kaldhæðni, ef fólk skilur það ekki: Þeim hefur nefnilega ekki tekist að berja niður talibana í Afganistan.)

BNA ætla sér að ryðja Assad og Baath-flokknum úr vegi, til þess er þessi leikur gerður, og þeim er alveg sama hvað margir blaðamenn verða skornir á háls eða kristnir Sýrlendingar eða jasídar eða bara saklausir múslimar eða einhverjir aðrir strádrepnir, til að svo megi verða. Tilgangurinn helgar meðalið.

Stuðningur við Assad - ekki einhver platónskur stuðningur í formi einhverra ályktana, heldur pólitískur og hernaðarlegur stuðningur við Assad og sýrlenska herinn - það er leiðin til þess að brjóta IS á bak aftur. Líklega eina leiðin.


mbl.is Vill landhernað gegn Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann yljar þeim undir uggum

Það er nú ofmælt að Frans páfi sé einhver byltingarsinni, hvað þá "hreinræktaður marxisti".

En hann er alls enginn fáviti.

Þannig að forverarnir blikna og kikna í samanburðinum. Kemur einn gustmikill maður með miklu frjálslyndari og framsæknari viðhorf og stofnunin hristist niður í undirstöðurnar.

Er kaþólska kirkjan komin of langt frá uppruna sínum, orðin of spillt og steinrunnin til að þola þessa vinda kærleika og mennsku? Er Frans páfi Gorbatsjof kaþólsku kirkjunnar?

Dogmatismi þolir það illa að forystan kúvendi í afstöðunni. Hvað gerir dogmatistinn þá?

Klofnar kirkjan enn einn ganginn? Fuðrar hún upp? Gengur hún í endurnýjun lífdaga?

Eða hefur hún "gæfu" til að læra af íslensku þjóðkirkjunni, þegar frjálslynda guðfræðin reið röftum á fyrri hluta tuttugustu aldar? Bíður hún þetta bara af sér og tekur svo aftur til óspilltra málanna þegar Frans er dauður?


mbl.is Páfi veldur íhaldsmönnum hugarangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverja styðja Ísraelar?

RÚV fjallar einnig um þessa árás. Þar kemur fram að einn hinna föllnu hafi verið "Mohammed Issa, sem stýrði hernaðaraðgerðum þeirra í Sýrlandi og Írak." Nú hafa Hezbollah-samtökin verið sýrlenska hernum óómældur stuðningur í að berja til baka a.m.k. al-Nusra-fylkinguna í suðvesturhluta Sýrlands og fá sýrlenska hernum yfirráð yfir frelsuðu svæðunum. Hezbollah-menn hafa barist af hreysti og eru meðal bestu bandamanna Assads gegn uppreisnarmönnunum. Maður þarf ekki að elska Assad til að sjá og viðurkenna að sigur sýrlenska hersins er sú æskilegasta af raunsæjum hugsanlegum niðurstöðum úr borgarastríðinu í Sýrlandi. Þar af leiðandi ætti að styðja hann. Þarna gera Ísraelar þveröfugt. Hverja styðja þeir?

 


mbl.is Drápu hershöfðingja frá Hezbollah
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband