Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.9.2010 | 23:13
Dapurlegt
Þegar óvinir okkar eru ánægðir með okkur, þá þurfum við að líta í eigin barm.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ekki kominn hingað til þess að hjálpa okkur að koma landinu á réttan kjöl, heldur til að "hjálpa okkur" að borga kröfuhöfum alþjóðlegs fjármálaauðvalds. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er últra-hægri apparat, og seint geta ríkisstjórnir, sem starfa eftir hans forskrift, talist til vinstri. Sú íslenska er því miður engin undantekning á því.
![]() |
Mikill árangur hefur náðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2010 | 13:36
Glæsileg niðurstaða
![]() |
Umskipti í stjórn VGR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2010 | 23:52
Mótmæli gegn ESB
Látið orðið berast.
21.6.2010 | 13:23
Á öruggum villigötum
20.5.2010 | 16:40
Dylgjur, lygar og útúrsnúningar
20.4.2010 | 13:52
Það sem skýrslan þegir um
Það er grein eftir mig á Egginni, lesið hana: Það sem skýrslan þegir um.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Athugið líka málfund Rauðs vettvangs á fimmtudagskvöldið: Hverju þarf að breyta á Íslandi?
12.4.2010 | 22:54
Leshringur um Ríki og byltingu
Til stendur að halda leshring þar sem lesin verður "Ríki og bylting" eftir Lenín, hún rædd með hliðsjón af aðstæðum dagsins í dag og inntak hennar sett í sögulegt og samfélagslegt samhengi þess tíma. Fyrsti fundur leshringsins verður í fundarherbergi ReykjavíkurAkademíunnar að kvöldi hins 19. apríl, frá kl. 20:00- 22:00. Leshringnum stjórnar Skúli Jón Kristinsson.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram, en þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Þeir eru jafnframt hvattir til að lesa 1. og 2. kafla bókarinnar, sem verða teknir fyrir á fundinum. Þeir sem ekki eiga þessa merku bók geta nálgast hana að láni hjá Vésteini í s. 8629067 eða Þorvaldi í s. 8959564.
15.3.2010 | 12:38
Ræða á Austurvelli í fyrradag
6.2.2010 | 12:07
Hringhenda + áskorun
Ljótur blettur á oss er,
illsku-grettur Sjóður.
Alþjóð flettir fé og mer,
fáum léttir róður.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ef einhver er búinn að gleyma hvað er að gerast hjá VG í Reykjavík, þá skal ég minna ykkur á það:
Gerum hreint um borg og bý,
í bláa spyrnum fæti:
Kjósið Véstein annað í
eða þriðja sæti!
6.2.2010 | 09:42
Kjósið mig!
![]() |
Forval hjá VG í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |