Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Við ríðum á vaðið

Vinstrisinnað fólk þarf að hafa vinstrisinnaða stjórnmálahreyfingu. Nú er hún fædd.

Það er ekki úr vegi að benda á nánari upplýsingar: http://www.althydufylkingin.blogspot.com/ 


mbl.is Ný stjórnmálasamtök stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli sáttmáli og Nýi sáttmáli

Á gamlársdag bloggaði ég um 750 ára afmæli Gamla sáttmála og stakk í leiðinni upp á að ESB-samningur yrði kallaður Nýi sáttmáli. Agli Helgasyni þótti uppástungan "hálf sorgleg" en Páli Vilhjálmssyni virtist lítast betur á hana.

Nú var þessi bloggfærsla stutt og ekki til þess fallin að fara djúpt í saumana, en henni var ekki ætlað slengja bara fram einhverju smellnu slagorði. Ég meina það, að ESB-samningurinn ætti að heita Nýi sáttmáli. Og nú er ég búinn að skrifa grein þar sem ég útskýri það nánar. Gjörið svo vel

Gamli sáttmáli, Nýi sáttmáli og valkostur fyrir alþýðuna


Framtíð íslenskrar vinstrihreyfingar

Rauður vettvangur boðar til fundar í Iðnó laugardaginn 6. október kl. 13. Framsögumenn verða Andrés Magnússon geðlæknir, Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi og háskólanemi, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir sagnfræðingur og Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður.

Nú þegar æ fleiri vinstrimenn þykjast sviknir af stefnu núverandi ríkisstjórnar vaknar umræðan um þörf fyrir nýjan, trúverðugan vinstriflokk fyrir næstu kosningar. Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að bjarga einkareknum bönkum og viðhalda aðstöðu þeirra til að féfletta almenning, eða að taka fjármálastofnanir í þjónustu fólksins? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að binda íslenskt samfélag á klafa evrópsks auðvalds til frambúðar, eða styrkja fullveldið þjóðinni til hagsbóta? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að auka ítök auðvaldsins á auðlindum lands og sjávar, eða efla félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir þeim? Þessar og fleiri spurningar þurfa vinstrimenn að ræða af alvöru og finna niðurstöðunni farveg við hæfi.

Gyðingakirkjuna?

Hvað er "gyðingakirkja" eiginlega? Og:

Þeir sem skráðir eru í kirkju kaþólskra, lúterskra eða gyðingakirkjuna borga kirkjugjald sem nemur 8-9% af tekjuskatti.

...geta þessar tölur verið réttar?


mbl.is Fá ekki kirkjulega jarðarför nema borga skattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipalest

Maðurinn var fangelsaður fyrir að hafa kastað steinum í skipalest forsetans

Orðið "convoy" getur þýtt skipalest. En það getur líka þýtt bílalest. Hvort ætli hafi verið tilfellið? Ætli Mogginn sé að spara með því að láta þýðingarforrit sjá um erlendar fréttir?


mbl.is Neita að láta lík af hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætið, mætið öll

...nema nasistar. Í dag eru tvö ár frá hruni og lítið hefur þokast í rétta átt. Mætum á útifundinn og látum í ljós hvað okkur finnst um ástandið og afrekaskrá ríkisstjórnarinnar.
mbl.is Útifundur á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla góða skiltið mitt

Ég var með skilti sem hefur sést á mörgum öðrum mótmælum, en á því stendur stórum stöfum: Kratar eru höfuðstoð auðvaldsins. Spjaldið er frekar veigalítið og gert úr masoníti. Nú, í einni vindkviðu í fyrrakvöld fauk það af spýtunni og beint í hausinn á tveim stelpum sem áttu sér einskis ills von. Þær meiddu sig sem betur fer ekki, en virtist hafa brugðið í brún. Ég lái þeim það svo sem ekki, hverjum finnst gaman að fá fjúkandi skilti í andlitið? Lærdómurinn er þessi: Það er ekki nóg að klæða sig eftir veðri, skilti þurfa líka að þola veðrið.


mbl.is Meiddist á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfarirnar

Hver getur haldið aftur af tárunum, þegar siðmenningin er komin niður á það plan að fólk sé farið að skeyta skapi sínu á saklausum bönkum?


mbl.is Réðist inn í Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggjum kastað

Það var æðrulaus karl sem fékk fugladrit í höfuðið og þakkaði guði fyrir -- að þetta hefði verið kría en ekki vængjuð belja.

Nú, til eru lönd þar sem fólk kastar ekki eggjum heldur grjóti eða handsprengjum. Einhver hefði nú bara verið feginn að fá í sig egg, í samanburði við það.


mbl.is Eggjum kastað í alþingismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgaraleg skinhelgi

Ég mundi alveg treysta konu til að starfa með börnum þótt hún hefði áður starfað sem vændiskona. Vændi stundar fólk sjaldnast vegna siðferðisbrests, heldur vegna neyðar. Það væri frekar ástæða til að spyrja sig hvort þeim körlum er treystandi, sem kaupa vændi.
mbl.is Fyrrum vændiskonur fái ekki að kenna börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband