Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bíddu nú við...

Þegar var kosið um "breytt deiliskipulag" einhvern tímann, þá var ekki verið að kjósa um hvort álverið ætti að stækka á þennan veginn eða hinn. Það sem var raunverulega kosið um var hvort ætti að stækka álverið. Niðurstaðan var neitandi, tap fyrir hið mengandi og siðferðislega vafasama álver, sem og tap fyrir stóriðjukrata-bæjarstjórann Lúðvík. Það verður að stöðva þessa ósvinnu og það strax.
mbl.is Virkjun og stækkun álvers í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr hörðustu átt...

Ahmadinejad segir Ísrael byggja tilverurétt sinn á órökstuddri eða ósannaðri goðsögn. Sko, ekki ætla ég að fara að verja Ísrael, en kemur þetta ekki úr hörðustu átt frá forseta klerkaveldis?

Svo urðu ryskingar milli andstæðinga Ísraels og andstæðinga Ahmadinejads. Ég veit ekki hvað skal segja um slíkar ryskingar, hvort maður á að halda með báðum eða vera á móti báðum.

Það er súrt að sjá lýðskrumara nýta sér neyð Palestínumanna sjálfum sér og eigin stjórnmálapoti til framdráttar.


mbl.is Ahmadinejad: Helförin lygi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur um greiðsluverkfall í kvöld

Bendi fólki á fundinn í kvöld þar sem fjallað verður um yfirvofandi greiðsluverkfall sem byrjar 1. október.

Framsögur munu halda Þorvaldur Þorvaldsson, Aldís Baldvinsdóttir og Einar Árnason hagfræðingur og auk þeirra verða í panel Ólafur Arnarson, Björn Þorri Viktorsson og greiðsluverkfallsstjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.


Hræðilegur glæpur

Ég legg til að hafið verði þjóðarátak um að safna peningum til að bæta Wernerssonum tjónið, þessum grandvöru og flekklausu velgjörðamönnum. Það er það minnsta sem við getum gert.


mbl.is Hús Wernerssona máluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindhögg lögreglunnar

Lögreglan "tekur sýni" af málningunni og ber saman við sýni tekin af fötum og skóm "grunaðra". Það vill svo til að ég þekki til sumra hinna "grunuðu". Einn er þekktur andófsmaður, handtekinn á dögunum með málningarslettur á sér eftir að hann var að flytja. Grunaður, kannski skiljanlega, en samt saklaus. Skiptir ekki mestu að það líti út fyrir að löggan sé að gera eitthvað?
mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhugsunarefni

Fróðlegt væri að vita hversu hátt hlutfall þeirra sem kusu VG í vor, lýsir ánægju með Steingrím nú. Ég hygg að óánægja með frammistöðu flokksforystunnar og ríkisstjórnarinnar sé útbreidd og mikil.

Lesið Átta tesur um ríkisstjórnarsamstarfið.


mbl.is Steingrímur nýtur mest trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vitleysa

Er eitthvað óeðlilegt við að lambi sé slátrað? Eru þessir foreldrar allir á móti því að fólk neyti sláturafurða?
mbl.is Börnin vildu slátra lambinu Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukum öryggi danskra hermanna...

...með því að kalla þá heim frá Afganistan á stundinni. Í Afganistan hafa þeir ekkert eðlilegt erindi og eru, sem hluti af hernámsliði, réttdræpir af afgönsku andspyrnunni. Heim með þá á stundinni, það er betra og snyrtilegra fyrir alla að það verði gert strax og á friðsamlegan hátt.
mbl.is Politiken dreifir bók sem herinn vill banna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrípamynd

Þeir sögðust ætla að "færa" Afgönum lýðræði og færðu þeim óprúttna kosningasvindlara. Þeir sögðust ætla að frelsa afganskar konur undan Talibönum og færðu þær í staðinn í ánauð stríðsherra sem eru ekki Talibanar. Þeir sögðust ætla að uppræta hryðjuverkamenn en frömdu bara hryðjuverkin sjálfir í staðinn. Það eina sem hefur heppnast vel í Afganistan var að vestræn fyrirtæki mökuðu krókinn, til að mynda verktakafyrirtæki, olíu- og gasfélög og málaliðaleigur. Afskipti heimsvaldasinna hafa fært Afgönum hörmungar og ekkert annað frá því þau hófust með deilum Breta og Rússa fyrir um öld síðan. Lífið í Afganistan verður aldrei almennilegt á meðan heimsvaldasinnar láta landið ekki í friði. Afskipti heimsvaldasinna eru alltaf til ills og því fyrr sem þeim verður komið út úr landinu, með góðu eða illu, þess betra.
mbl.is Endurtalið í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina landið?

Snus fæst í tóbaksverslunum í Danmörku, meðal annars á Kastrup-flugvelli. Einnig hef ég fundið snus í þýskum tóbaksbúðum.
mbl.is Vilja heimila sölu á munntóbaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband