Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sannaðu það, bófinn þinn

Ég trúi hvorki á þessi þykjustusamtök né á ferilsskrá þeirra. Ef Ósama ber sjálfstæða ábyrgð á 11. september, þá vil ég sjá sönnunargögn. Ef þau væru fyrir hendi, þá væri 11. september væntanlega eitt af því sem hann væri eftirlýstur fyrir, er það ekki?


mbl.is Hryðjuverkaárásirnar vegna stuðnings við Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ill nauðsyn?

Jamm, fréttastofa Morgunblaðsins klikkar ekki. Hugo "sem er sósíalisti" Chavez er að versla vopn frá Rússlandi -- og hvað með það? Kólumbíski herinn hefur nýlega farið yfir landamærin, oftar en einu sinni, og er að bjóða Bandaríkjaher herstöðvar í Kólumbíu. Hvað ætli Bandaríkjastjórn fyndist ef Kanadamenn byðu Íran að opna herstöðvar í Manitoba?

Ég sé ekki betur en Venezúela hafi bara fulla þörf fyrir gagneldflaugar, orrustuþotur og önnur varnarvopn. Alla vega hefur landið meiri þörf fyrir þessi vopna heldur en fyrir flugskeytaárásir gegn sér. Þetta er asnaleg, hlutdræg og léleg frétt. Og dæmigerð.


mbl.is Venesúela kaupir rússnesk vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...

Nú veit ég ekkert mikið um þennan Borlaug per se, en svona miklar og markvissar kynbætur á nytjajurtum eru náttúrlega mjög mikilsvert framlag til mannkynsins. Ég trúi því hins vegar ekki að hann hafi bjargað milljarði manna frá hungurdauða. Frekar mundi ég trúa því að hann hafi ýtt þakinu lengra upp, og þannig í versta falli frestað umræddum hungurdauða fólks, sem í millitíðinni hefur tíma til að fjölga sér enn meira. Í versta falli. Hinn möguleikinn er að í millitíðinni takist að endurskipuleggja hagkerfið þannig að það fari betur með fólk, skepnur, umhverfi og auðlindir og þannig geti framfarirnar nýst til þess að brauðfæða fólk en ekki lengja í snörunni.

Nú, hann var mótfallinn lífrænni ræktun og sagði hana hvorki hollari né betri en venjulega ræktun. Það má vera rétt. Hins vegar er hún umhverfisvænni, þar sem skordýraeitur og kemískur áburður spilla umhverfinu, einkum þegar of mikið magn er notað, sem er ekki sjaldgæft.


mbl.is Faðir grænu byltingarinnar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert athugavert...?

Óskar G. Bergsson er "formaður borgarráðs og stjórnarformaður Völundarverks" -- er ekki einhver annarlegur hagsmunaárekstur þarna á ferðinni? Er Óskar að úthluta feitum bitum til sjálfs sín?
mbl.is Völundar í endurgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, af hverju ekki skriðdreka?

Hvað mælir á móti því að Rússar selji Venezuela skriðdreka? Hugo Chavez er ekki á skálkur sem vestrænar áróðurs- og fréttastofur vilja vera láta. Hans höfuðglæpir eru að þjóðnýta olíuframleiðslu landsins og vera með kjaft yfir heimsvaldastefnu, mannréttindabrotum og almennri hræsni vestrænna, einkum bandarískra, stjórnvalda.

Fréttamat Morgunblaðsins er ekki laust við slagsíðu frekar en fyrri daginn.


mbl.is ,,Af hverju ekki skriðdreka?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælandi Íslands á morgun

Í minningu Helga Hóseassonar efna SHA (Samtök hernaðarandstæðinga) og Vantrú til sameiginlegrar sýningar á heimildamyndinni
MÓTMÆLANDI ÍSLANDS
eftir Þóru Fjeldsted og Jón Karl Helgason
í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (horni Snorrabrautar) laugardaginn 12. september klukkan 15. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.

Vantrú skorar jafnframt á þá sem vilja berjast gegn óréttlæti því sem hann mátti þola að skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Nánari upplýsingar á vantru.is

Athugasemd

Mín athugasemd til skipulagsyfirvalda er svona:

Ég mótmæli fyrirhygaðri hótelbyggingu við Vallarstræti, niðurrifi NASA/gamla Sjálfstæðishússins, flutningi gamalla húsa og raski Ingólfstorgs. Það er nógu skuggsælt eins og það er, þótt fimm hæða lágkúra bætist ekki við. Hér í borg ráða hagsmunir verktaka- og braskaraauðvalds of miklu og ég get ekki séð að hér sé sár þörf fyrir fleiri hótel, hvað þá í hjarta miðbæjarins. Hvers vegna innrétta þessir herramenn ekki frekar Morgunblaðshöllina sem hótel? Miðbær Reykjavíkur er hjarta hennar og sál. Gömul timburhús hafa verið látin þoka fyrir nýjum, sálarlausum steypukössum sem fæstir eru til prýði. Nær væri að rífa eitthvað af eftirstríðsára-arkitektúr og byggja í staðinn fleiri gömul hús -- svona, ef það væri mögulegt... Án djóks, á stefnan í skipulagsmálum að þjóna fólkinu sem býr í borginni og fólkinu sem dvelur mest í henni, en ekki eigingirnislegum hagsmunum verktakaauðvalds. Ég vona að borgaryfirvöld beri gæfu til að þyrma því sem eftir er.

Kveðja,

Vésteinn Valgarðsson


mbl.is Uppákoma til að vernda Ingólfstorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru VG?

Er VG ekki í ríkisstjórn? Hvers vegna eru álversframkvæmdir þá á fullu?

2. Sá sem vill stöðva stóriðjustefnu lætur hvorki álversframkvæmdir í Helguvík halda áfram óáreittar né kýs flokk sem gerir það.

Sjá nánar: Átta tesur


mbl.is Samið um fjármögnun álvers í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nasistar

Nasistarnir í Danska Þjóðarflokknum alltaf við sama heygarðshornið.

Ég er í sjálfu sér sammála því að moska sé til óþurftar, en ég mundi þá láta það fylgja að ef það má ekki byggja mosku, þá verði allar kirkjurnar rifnar líka, eða í það minnsta teknar til annarra nota.


mbl.is Mótmæla byggingu mosku í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anarkistar eru hið nýja huldufólk

Er einhver umhverfisverndarsinninn í HÍ svo mikið á móti meiri bílaumferð að hann tefur bílastæðagerð svona? Eða er Sherlock Þorbjörnsson bara fljótari að draga ályktanir heldur en að skoða vísbendingar? Já, skemmdarverk, greinilega anarkistar. Ég meina, hverjir aðrir vinna skemmdarverk?

Hvað með tryggingasvindl? Það er í það minnsta mótíf. Nei, anarkistar skulu það vera.

Hvað með verkamenn sem hafa verið sviknir um laun sín? Nei, anarkistar skulu það vera.


mbl.is ,,Menn með öflugar tangir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband