Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.9.2009 | 02:01
Kalla hlutina sínu rétta nafni
"Öryggisgæslufyrirtæki"? "Öryggisþjónustufyrirtæki"?
Er verið að tala um málaliðafyrirtæki?
![]() |
Norðmenn fá dauðadóm í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 01:12
Sjálfuppfyllandi dómsdagsspá?
Valdamenn ættu að fara gætilega í sakirnar í dómsdagsspádómum, þeir gætu nefnilega ræst. Nú segir Steingrímur að allt fari í uppnám ef Bretar og Hollendingar hafna fyrirvörunum -- segjum svo að þeir geri það, hafi þeim -- hvað þá? Þá fer væntanlega allt í uppnám, vegna þess að fólk býst við því að allt fari í uppnám, vegna þess að Steingrímur sagði það. Self-fulfilling prophecy heitir þetta. Steingrímur mundi varla taka svona til orða ef hann hefði gert plan B -- svo það hlýtur að mega álykta að hann sé ekki með neitt plan B -- sem aftur hlýtur að hleypa öllu í uppnám.
Svo talar hann um ábyrgð og raunsæi.
Glæsilegt.
![]() |
Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 23:03
Aldeilis raunsæið
Heldur Björgvin G. Sigurðsson að mikið sé eftir af "mannorði og trúverðugleika" hans "sem stjórnmálamanns" eftir viðdvöl hans sem viðskiptaráðherra?
Hann má að vísu eiga það að hann rak um síðir stjórn Fjármálaeftirlitsins og sagði af sér ráðherradómi sjálfur áður en nokkur annar ráðherra gerði það. Það dugir hins vegar ekki til að gera hann að trúverðugum stjórnmálamanni!
![]() |
Björgvin G.: Ný vídd í nafnlausu níði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 22:51
Góður þessi
Ég held að Angela Merkel og Gordon Brown liggi ekki andvaka þótt það sé verið að myrða börn í Afganistan. Ef þau gerðu það væri þeim í lófa lagið að stöðva það.
Það hljómar eins og lélegur brandari að "láta Afgana axla meiri ábyrgð" eða "stuðla að auknu öryggi". Óöryggið í landinu stafar aðallega af veru Bandaríkjahers og samverkamanna hans í landinu. Ég veit ekki hvort nokkrar aðrar lausnir eru til, heldur en vopnuð andspyrna og barátta Afgana sjálfra fyrir endurheimt fullveldisins. Ég hygg að það þurfi ekki að brýna þá til þess.
Frekar en að halda einhverja ráðstefnu þar sem fulltrúar helstu heimsvaldaríkja makka um örlög Afgana og borða snittur, þá væri nær að taka Bush og Blair fasta -- sem og samverkamenn þeirra, þar á meðal Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson -- rétta yfir þeim fyrir glæpi gegn mannkyni og láta þá axla ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna.
![]() |
Ráðstefna um málefni Afganistans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 23:41
Fundurinn í morgun
Ég fór á fundinn á Kleppi í morgun. Stjórn Landspítalans er nú ekki í öfundsverðri stöðu, verð ég að segja. Þeim er gert að skera mikið niður, og vandséð hvernig það verður gert á sársaukalausan hátt -- þegar reksturinn er nú þegar sársaukafullur. Skipanir að ofan um að spara -- ekki geta þau neitað, þau verða bara að velja hverju skal þyrma og hverju ekki. Þetta er fáránlegt.
Ekki bætir úr skák, að sem stærsti opinberi vinnustaður Íslands, er Landspítali undir smásjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem m.a. fær í hendurnar öll gögn um spítalann, kostnað við rekstur hans, áætlanir um niðurskurð og framkvæmd þeirra, þýdd á ensku. Rekstur Landspítalans skiptir þar með stórmáli í sjálfu mati AGS á íslenska ríkinu.
Á fundinum í morgun var Hulda spurð um möguleika á gjaldtöku fyrir sjúklinga fyrir þjónustuna. Hún kvaðst ekki geta svarað því, það væri pólitísk ákvörðun. En er það ekki líka pólitísk ákvörðun, hvernig niðurskurði er háttað? Hverjum er sagt upp? Hvernig er forgangsraðað? Vandamálið sjálft er pólitískt og er í stuttu máli þetta: Landspítalanum er of þröngur stakkur skorinn. Spítalanum er ekki einu sinni bættur upp stórskaði vegna gengisþróunar undanfarið. Lausnin á hinu pólitíska vandamáli er jafnframt pólitísk; fjársvelti Landspítala verður ekki leyst með uppsögnum eða ráðningabanni. Nei, það þarf að skoða heildarmyndina, endurskipuleggja heilbrigðiskerfið að miklu leyti á félagslegum forsendum og reka það af myndarskap.
![]() |
Reiknar með að snúa aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 23:25
Einkennileg frétt...
![]() |
Gengið gegn Hugo Chavez |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 23:22
Fundurinn í morgun
Ég fór á fundinn á Kleppi í morgun. Stjórn Landspítalans er nú ekki í öfundsverðri stöðu, verð ég að segja. Þeim er gert að skera mikið niður, og vandséð hvernig það verður gert á sársaukalausan hátt -- þegar reksturinn er nú þegar sársaukafullur. Skipanir að ofan um að spara -- ekki geta þau neitað, þau verða bara að velja hverju skal þyrma og hverju ekki. Þetta er fáránlegt.
Ekki bætir úr skák, að sem stærsti opinberi vinnustaður Íslands, er Landspítali undir smásjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem m.a. fær í hendurnar öll gögn um spítalann, kostnað við rekstur hans, áætlanir um niðurskurð og framkvæmd þeirra, þýdd á ensku. Rekstur Landspítalans skiptir þar með stórmáli í sjálfu mati AGS á íslenska ríkinu.
Á fundinum í morgun var Hulda spurð um möguleika á gjaldtöku fyrir sjúklinga fyrir þjónustuna. Hún kvaðst ekki geta svarað því, það væri pólitísk ákvörðun. En er það ekki líka pólitísk ákvörðun, hvernig niðurskurði er háttað? Hverjum er sagt upp? Hvernig er forgangsraðað? Vandamálið sjálft er pólitískt og er í stuttu máli þetta: Landspítalanum er of þröngur stakkur skorinn. Spítalanum er ekki einu sinni bættur upp stórskaði vegna gengisþróunar undanfarið. Lausnin á hinu pólitíska vandamáli er jafnframt pólitísk; fjársvelti Landspítala verður ekki leyst með uppsögnum eða ráðningabanni. Nei, það þarf að skoða heildarmyndina, endurskipuleggja heilbrigðiskerfið að miklu leyti á félagslegum forsendum og reka það af myndarskap.
![]() |
Starfsfólk óttast uppsagnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 23:14
Hvað er Lissabon-sáttmálinn?
![]() |
Dregur úr stuðningi við Lissabon-sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 21:46
Frábært hjá honum
Meðferðin á írösku flóttamönnunum er Danmörku til skammar. Reyndar er meðferð á flóttamönnum almennt vestrænum ríkisstjórnum til skammar. Flóttamenn þarfnast alls þess stuðnings sem þeir geta fengið, og framlag listamanna er þar vel þegið.
(Ég spyr mig þó hvort verðmætasti stuðningurinn sé ekki stuðningur við andspyrnuna heima fyrir. Það mun ekki komast á friður í Írak á meðan landið er hersetið af heimsvaldaherjum. Forsenda þess að Írak geti komist í samt lag er að Írakar geti ráðið sér sjálfir, og til þess þurfa þeir fyrst að sparka Bandaríkjaher úr landi.)
![]() |
Ólafur Elíasson safnar fé fyrir íraska flóttamenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2009 | 21:41
Er það satt?
![]() |
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |