Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fundur í morgun

Ég fór á fundinn á Kleppi í morgun. Stjórn Landspítalans er nú ekki í öfundsverðri stöðu, verð ég að segja. Þeim er gert að skera mikið niður, og vandséð hvernig það verður gert á sársaukalausan hátt -- þegar reksturinn er nú þegar sársaukafullur. Skipanir að ofan um að spara -- ekki geta þau neitað, þau verða bara að velja hverju skal þyrma og hverju ekki. Þetta er fáránlegt.

Ekki bætir úr skák, að sem stærsti opinberi vinnustaður Íslands, er Landspítali undir smásjá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem m.a. fær í hendurnar öll gögn um spítalann, kostnað við rekstur hans, áætlanir um niðurskurð og framkvæmd þeirra, þýdd á ensku. Rekstur Landspítalans skiptir þar með stórmáli í sjálfu mati AGS á íslenska ríkinu.

Á fundinum í morgun var Hulda spurð um möguleika á gjaldtöku fyrir sjúklinga fyrir þjónustuna. Hún kvaðst ekki geta svarað því, það væri pólitísk ákvörðun. En er það ekki líka pólitísk ákvörðun, hvernig niðurskurði er háttað? Hverjum er sagt upp? Hvernig er forgangsraðað? Vandamálið sjálft er pólitískt og er í stuttu máli þetta: Landspítalanum er of þröngur stakkur skorinn. Spítalanum er ekki einu sinni bættur upp stórskaði vegna gengisþróunar undanfarið. Lausnin á hinu pólitíska vandamáli er jafnframt pólitísk; fjársvelti Landspítala verður ekki leyst með uppsögnum eða ráðningabanni. Nei, það þarf að skoða heildarmyndina, endurskipuleggja heilbrigðiskerfið að miklu leyti á félagslegum forsendum og reka það af myndarskap.


mbl.is Niðurskurður kynntur á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið?

Hvað með það þótt Vísir hafi flutt þessa frétt? Var þetta lygi? Ætti það ekki að koma fram?
mbl.is Stefna fréttastjóra og fréttamanni Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vessgú...

Við fáum enga flýtimeðferð og enga sérmeðferð. Samingurinn sem Íslandi stendur til boða er þessi: Allur pakkinn, eða ekkert. Það þarf engar aðildarviðræður til að leiða það í ljós. Það er fínt að við fáum enga flýtimeðferð, vonandi verða lagðir steinar í götuna og vonandi verður aðildarumsóknin dregin til bara. Ég er ekki spenntur fyrir Evrópusambandinu, ef ég vildi búa í því gæti ég flutt til Þýskalands eða eitthvað.
mbl.is Íslendingar fá ekki flýtimeðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átta tesur

Ríkisstjórnarseta skiptir miklu, en til eru mál sem veg of þungt til að eftirgjöf sé ásættanleg.

1. Sá sem vill ekki ganga í Evrópusambandið sækir hvorki um aðild að því né kýs flokk sem gerir það.

2. Sá sem vill stöðva stóriðjustefnu lætur hvorki álversframkvæmdir í Helguvík halda áfram óáreittar né kýs flokk sem gerir það.

Lesa rest á Egginni: Átta tesur.


Takk, Óli

Með fyrirvörum Alþingis er samningurinn nú allt annar en hann var. En samt sem áður ætti að þurfa þjóðaratkvæðagreiðslu áður en gengist er undir skuldbindingar af þessari stærðargráðu. Já, ég veit að hérlendis þykja málefni víst ekki koma almenningi við, nema þá á fjögurra ára fresti, en maður getur víst látið sig dreyma.

Ég ætla ekki að borga þessar skuldir og ekki afkomendur mínir heldur. Það kemur ekki til greina. Þá er bara spurningi, hvaða undankomuleiðir eru til? Ég veit ekki hvort nokkur borgaraleg ríkisstjórn hefur götts í að segja samningnum upp eða draga ESB-umsóknina til baka, en þetta eru forsendur áframhaldandi auðvaldsskipulags á Íslandi.

"Átta tesur" mínar um stjórnmálaástandið byrja á þessari tesu: Sá sem vill ekki ganga í Evrópusambandið sækir hvorki um aðild að því né kýs flokk sem gerir það.

Sjöunda tesan segir: Sá sem sættir sig ekki við þjóðfélagsástandið byrjar á að kjósa umbótaflokk, en dugi það ekki stendur valið milli landflótta og byltingar.

Þá er bara spurningin, hvort það verður.

-- -- -- -- -- -- -- --

"Ósk" forsetans um "að kraftar þings og þjóðar verði sameinaðir" til þess að "endurreisa íslenskt efnahagslíf, styrkja fjárhag heimilanna og stoðir atvinnuveganna" er bara blaður og innihaldslaust orðagjálfur.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nýtt...

Það eru ekki nýjar fréttir, að leiðtogi Póllands haldi uppi últra-hægri söguskoðun. Sovétmenn sáu fram á innrás frá Þriðja ríkinu, og að þeir mundu standa einir. Samningur Molotovs og Ribbentropps tryggði þeim að Bretar og Frakkar mundu verða bandamenn -- og þar með að Þriðja ríkið mundi ekki vinna stríðið. Voru allir samningar við nasista siðferðislega óásættanlegir? Þvættingur. Ef samninginn kaupir dýrmætan tíma til að undirbúa landið, þá hefði verið siðferðislega óásættanlegt að gera hann ekki.

(Ég skil annars ekki hvers vegna Katyn-fjöldamorðin eru kölluð "aftökur" í þessari frétt. Ég er heldur ekki fullviss um að Sovétmenn hafi borið ábyrgð á þeim, þótt ég geti vel trúað því. "Játningar" Gorbachevs og Yeltsíns ber að skoða með hliðsjón af áhuga þeirra á að sverta sögu Sovétríkjanna og þá ekki síst Stalíns. Mér skilst að eitthvað passi ekki í skjölunum þar sem þetta á allt að koma fram.)


mbl.is Sovétríkin gagnrýnd harkalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggismál heilbrigðisstarfsmanna

Öryggismál heilbrigðisstarfsmanna eru í algerum ólestri.

Ég starfa á geðdeild. Ef ég verð fyrir meiðslum af hendi sjúklings, og hlýt ekki varanlega örorku af þeim, þá er ríkið ekki bótaskylt. Til eru dæmi um það. Hjúklrunarfræðingur klemmdi fingur milli stafs og hurðar þegar sjúklingur skellti á hana, hún missti framan af fingri og fékk engar skaðabætur þrátt fyrir málaferli. Stuðningsfulltrúi var skorinn á háls á vakt og var ráðið frá málsókn gegn spítalanum, vegna þess að hann greri sára sinna. Báðum bauðst að höfða einkamál gegn viðkomandi sjúklingum, skv. meira en 700 ára löggjöf úr Jónsbók: En ef óðr maðr særir mann, þá skal arfi uppi láta vera sárbætr ok læknisfé af fé hins óða.

Til samanburðar eru lögregluþjónar og fangaverðir tryggðir fyrir meiðslum í starfi. Þetta er réttindamál sem er mjög brýnt að fá framgengt.


mbl.is Slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn

Ísraelar flytja út mjög mikið af ferskum ávöxtum, kryddjurtum og fleiri matjurtum sem er ræktað í landræningjabyggðum á Vesturbakkanum er merkt sem framleitt í Ísrael. Það er ekki bara fölsun í sjálfu sér, heldur er verið að láta vestræna neytendur halda að þeir séu að kaupa vöru framleidda við tiltölulega normal aðstæður, þegar þeir eru í raun að kaupa vöru ræktaða á stolnu landi og í trássi við alþjóðalög.
mbl.is Skylt að merkja matjurtir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá honum

Ekki veitir flóttamönnunum af stuðningi; hrikalega ruddaleg innrás lögreglunnar, og brot á kirkjugriðum, er fordæmingar verð. Verst er þó að til stendur að senda flóttamennina út í opinn dauðann. Eða heldur einhver að Írak sé þokkalega öruggur staður til þess að búa á?
mbl.is Ólafur Elíasson styður íraska flóttamenn í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS, nei takk!

lþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eitthvert versta ólán sem hent hefur Íslendinga. Það eina rétta í stöðunni er að hafna frekara samstarfi við þessa útsendara andskotans, skila lánsfénu sem við höfum þegar fengið og leita annarra leiða í staðinn. Lánsféð bíður á bankabók í New York en það þarf að hafa hraðar hendur, það stendur til að byrja að nota það strax í september. Hér verður ekkert "norrænt velferðar" neitt á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður ríkjum.
mbl.is Mál fari á fulla ferð hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband