Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.8.2009 | 16:21
Afskriftir eða leiðrétting?
![]() |
Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 14:07
Khalid Sheikh Mohammed og áróðurinn
Er ætlast til þess að maður taki mark á því sem maður segir eftir að hafa verið pyntaður með vatnspyntingum og fleiru mánuðum saman? Hann mundi játa að hafa myrt Abraham Lincoln ef þessir glæpamenn hefðu sagt honum að gera það. Játningar fengnar fram með pyntingum eru einskis virði.
(Hitt er lífsseig mýta, að pyntingar séu gagnslausar. Þær þjóna náttúrlega því hlutverki að hræða aðra, vera öðrum til varnaðar. Maður hugsar sig tvisvar um áður en maður fer út í alvarlegt andóf gegn glæpaöflum eins og bandarísku leyniþjónustunni, ef maður veit að það gæti kostað mann pyntingar.)
![]() |
Hótuðu að myrða börn fanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 13:36
Andspyrnan og áróðurinn
Bandaríkjamenn, Bretar og samverkamenn þeirra í glæpum gegn mannkyni í Afganistan, halda því jafnan fram að þetta sé alveg að koma, þetta sé alveg að koma, vanti bara herslumuninn. Það er bull. Tölurnar tala sínu máli, mannfallið er meira í ár en á nokkru öðru ári frá innrásinni í árslok 2001.
Annars var ég að lesa Þjóðmál (4.4., vetur 2008). Þar er arfavitlaus grein eftir Börk Gunnarsson um Afganistan. Alveg víðáttuvitlaus.
![]() |
Bandarískir hermenn féllu í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 13:25
"á von á"?
Á hann "von á" því að Mladic finnist? Bull. Hann hefur ekki hugmynd um hvenær Mladic finnst fyrr en Mladic finnst. Ekki fyrr.
Og meðan ég man, já, rétt væri að framselja Ratko Mladic til stríðsglæpadómstóls fyrir Srebrenica og fleiri glæpi sem þessi skúrkur ber ábyrgð á. Í leiðinni mætti framselja þangað Bill Clinton, Tony Blair, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson fyrir ábyrgð sína og aðild að stríðsglæpum gegn óbreyttum borgurum í Serbíu í 78 daga loftárásum árið 1999.
![]() |
Vonast eftir handtöku Mladic í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2009 | 13:24
"meintum"
![]() |
Lík finnast í Swat-dalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 13:21
"sem herinn segir"
![]() |
Þrír Palestínumenn féllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009 | 19:08
Hræðilegt
![]() |
Málningu úðað yfir bíl Björgólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 18:35
Áróðurssíbylja
Ekki linnir áróðrinum um hvað Kúba sé ömurlegt land. Í fyrsta lagi veit ég hvorki hvað er til í þessari merkilegu frétt, né hvaða máli hún skiptir. Í öðru lagi þykist ég vita að í mörgum löndum í þessum heimshluta -- segjum, t.d. Haítí -- sé æði stór hluti fólks sem aldrei getur veitt sér þann munað að nota klósettpappír, án þess að það þyki fréttnæmt. Nei, fréttin er ekki sú að það sé klósettpappírsskortur á Kúbu, heldur að kommúnistar séu vondir, heimskir og óhæfir.
![]() |
Fokið í flest skjól á Kúbu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2009 | 12:04
Takið eftir þessu!
Einstaklingsbundnar plástraleiðir sem ríkisstjórnin boðar eru í besta falli ófullnægjandi hálfkák.
Heimilin í landinu þarfnast almennra aðgerða sem leiðrétta yfir línuna þá óréttlátu eignaupptöku sem hrunið hafði í för með sér. Persónulega finnst mér að það eigi að færa vísitöluna aftur til 1. janúar 2008 og stilla þannig húsnæðisskuldir heimilanna upp á nýtt, en aðrar leiðir geta komið til greina. Um leið ætti að afnema verðtrygginguna.
Hverjir borga fyrir þetta? Annars vegar má segja að enginn geri það. Skuldir gjaldþrota fólks eru ekki eignir heldur tapað fé og á ekki að bókfæra öðruvísi. Hins vegar má segja að bankarnir og lífeyrissjóðirnir borgi, með því að missa stóran hluta af bókfærðum eignum sínum. Ég græt þurrum tárum yfir bönkunum. Þá á að leggja niður sem verkfæri fjármálaauðvaldsins með annarlega einkahagsmuni, og láta í staðinn samfélagslega rekin fjármálafyrirtæki veita fjölskyldum og fyrirtækjum fjármálaþjónustu.
Lífeyrissjóðina á líka að þjóðnýta og breyta því kerfi algerlega. Lífeyrir á að vera greiddur úr ríkissjóði, fyrir skattfé en ekki uppsafnaða sjóði. Sparifé verður aldrei meira virði en það sem fæst fyrir það, m.ö.o. verður það alltaf hagkerfi samtímans sem stendur undir lífeyrisþegum. Höggvum burtu milliliðinn og kúplum hagsmuni vinnandi fólks frá fjármálamörkuðum.
![]() |
Alvarleg skilaboð felast í minni greiðsluvilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.8.2009 | 01:51
Skandall
Ísland er, merkilegt nokk, ekki eina ríkið sem fer illa með flóttamenn. Heldur fólk að fólk flýi frá átthögunum að gamni sínu? Heldur fólk að Íslandi eða Danmörku stafi ógn af flóttamönnum? Lögrugluatlagan gegn flóttamönnunum í Brorsons Kirke aðfararnótt fimmtudags var hrikalega gróf, eins og sást af myndum -- Paul Nyrup Rasmussen hefði ekki komið fram til að lýsa hneykslun sinni ef þetta hefði verið eitthvað smáræði.
(Það er svo í senn fáránlegt, heimskulegt og ógeðfellt þegar menn tala um að það sé nú nóg komið af innflytjendum og þess vegna eigi að halda flóttamönnum úti. Kommon!)
![]() |
Hælisleitendur í hungurverkfall í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)