Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.8.2009 | 01:41
Ögranir
![]() |
Hóta að beita kjarnavopnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 15:23
Frekari mótrök
IceSave-draslið eitt og sér felur í sér meira en nóg mótlæti fyrir Íslendinga til þess að fylkja sér gegn því. Nú, ef við getum í leiðinni lagt stein í götu ESB-aðildar og sýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum löngutöng, þá er það bara bónus, kaupbætir sem gerir það ennþá girnilegra að berjast gegn IceSave.
Það verður þeim stjórnmálamönnum dýrkeypt, sem leggja allt undir í stuðningi við IceSave og ESB. Hvaða stjórnmálamanni með öllum mjalla dettur það í hug? Og talandi um að leggja allt undir og vera með öllum mjalla: Það verður ekki betur séð en SJS og JS leggi einmitt allt undir -- tal um að þau "megi ekki til þess hugsa" og þau "viti ekki hvað tekur við" ef þetta yrði fellt -- verður það skilið öðruvísi en svo að þau séu ekki með neitt plan B?
![]() |
Icesave ógnar ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 13:40
Aðal- eða aukaatriði?
Er ekki seðlabankastjóri með fjölda ráðgjafa á sínum snærum? Þarf hann endilega sjálfur að vera sérfræðingur í öllu?
Mikilvægari spurning heldur en um sérfræðiþekkingu er spurningin um persónuna. Hverjir eru skjólstæðingarnir? Hvert er pólitíska baklandið? Hvaða viðhorf aðhyllist viðkomandi í siðferðislegum, hagfræðilegum eða pólitískum álitamálum?
Það má tína ýmislegt til sem gerir Davíð Oddsson óæskilegan til að gegna háttsettum ábyrgðarstöðum, og skortur á sérfræðiþekkingu í bankamálum erþar ekki efst á blaði.
![]() |
Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 01:23
Stóra fréttin....
![]() |
Verri fréttir en nokkur nefnd hefur þurft að færa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 13:33
Er það það sem þeir kalla það núna?
![]() |
Verða áratugi í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2009 | 13:06
Lygar og rógur
![]() |
Saving Iceland: Rógburður lögreglu og lygar fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 23:35
Svei
1. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er eitt af því verra sem hefur hent Ísland nýlega. Að ríkisstjórnin vilji leggja lykkju á leið sína til að ganga á eftir honum ber vitni um alvarlegan dómgreindarskort. Þessum sjóði á að sparka úr landi og ef höfnun á IceSave stuðlar að því, þá er þar komin enn ein ástæðan fyrir því að hafna IceSave. Ríkisstjórn sem lætur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segja sér fyrir verkum stendur ekki undir nafninu "vinstristjórn" og hún mun ekki byggja upp neitt "norrænt velferðarkerfi". Það er alveg á hreinu.
2. Tal um "kynningu" og "almannatengsl" vekur mér óhug. Almannatengsl felast í því að fegra ímyndina. Þau heita réttu nafni áróður. Ég held, því miður, að vond ímynd Íslands erlendis sé nokkuð nærri raunveruleikanum. Áður en menn fara að reyna að bæta ímyndina, þá ættu þeir að bæta ástandið. Ástand sem byggist á ímynd byggist á sápukúlum. Það er auðvitað ímyndin sem á að byggjast á ástandinu. Verkið lofar meistarann.
3. Sagði Eva Joly að íslenska þjóðin "ætti sér enga framtíð"? Ég spyr, því ég veit það ekki. Það er auðvitað vitleysa, en það er dagsatt að hér er allt í kalda koli. Ætli Íslendingar standi undir 3-4000 milljarða skuldum? Góður þessi. Deilið í þessa upphæð með 319.000, þetta eru meira en 10.000.000 á mann, hvítvoðungar meðtaldir. Það er ekki hægt að borga það.
Við felldum hægristjórn með hægristefnu og fengum í staðinn vinstristjórn með hægristefnu.
![]() |
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 23:23
Veslings Hreiðar
![]() |
Sást skvetta málningu á húsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 23:21
Mig grunar eigandann
![]() |
Enn kveikt í Vatnsstíg 4 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2009 | 12:13
Fellum IceSave-samninginn!
![]() |
Niðurlægjandi ákvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |