Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.7.2009 | 12:11
ÚÚÚ á AGS!
Ríkisstjórnin lætur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn segja sér fyrir verkum, sjóð sem er verkfæri alþjóðlegra heimsvalda-frjálshyggjuafla, hirðir ekki um mannlegar afleiðingar verka sinna heldur aðeins um sálarlaust silfrið.
Tal um að byggja upp "norrænt velferðarríki" undir ægivaldi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hreint kjaftæði.
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2009 | 01:25
Útifundur á Austurvelli fyrir sjálfstæði Íslands
laugardagur, 25. júlí klukkan 15:00
Útifundur á Austurvelli fyrir sjálfstæði Íslands:
Gegn IceSave, gegn ESB.
Ræðumenn: Jakobína Ólafsdóttir, Andrés Magnússon og Mona Jensen.
Mætið, látið þetta berast!
24.7.2009 | 17:50
Daginn sem Bandaríkjaher yfirgefur Írak...
![]() |
Verður herinn lengur í Írak? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 13:49
Kreppa og bylting
Ég vek athygli á þessum fundi í kvöld:
Kreppa og bylting
föstudag 24. júlí kl. 20:00
Málfundur Rauðs vettvangs um leiðina út úr kreppu auðvaldsins og uppbyggingu byltingarhreyfingar á Íslandi.
Framsögumenn Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, félagar í Rauðum vettvangi.
Umræður og ráðagerðir.
Hluti af Rauðum dögum í Reykjavík 2009
24.7.2009 | 13:01
Hámarkslaun
Sá sem getur ekki unnið fyrir minna en milljón á mánuði á ekki að gegna ábyrgðarstöðu.
Að því sögðu, þá líst mér illa á að ríkið selji bankana aftur, eða aðrar eignir sem því hafa áskotnast undanfarið. Nær væri að þjóðnýta þær bara og láta þær þjóna almenningi.
![]() |
Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 12:18
Megi hún bíða sem lengst
Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að þau (þingflokkur VG, væntanlega) áskilji sér rétt til þess að leggja það til á hvaða stigi sem er, að aðildarviðræðunum verði hætt.
Ágætur tími til þess er nú þegar.
Það er óskemmtilegt að fylgjast með núna. Steingrímur reynist vera veikur leiðtogi þegar á reynir. Lætur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Samfylkinguna kúga sig, en nær sjálfur ekki að kúga eigin þingmenn. Hér í vetur felldum við hægristjórnsem hélt uppi hægristefnu. Í staðinn fengum við vinstristjórn sem heldur líka upp hægristefnu. Steingrímur kallar það ábyrgð og raunsæi. Ég kalla það ístöðuleysi og hentistefnu.
Evrópusambandsaðild skiptir meira máli en ein ríkisstjórn.
![]() |
Umsókn Íslands um ESB bíður afgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 17:45
Í kvöld: ESB? Nei takk!
ESB? Nei takk!
fimmtudagur 23. júlí kl. 20:00
Málfundur Rauðs vettvangs um baráttuna gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105.
Framsögumenn:
Mona Jensen, ritstjóri danska dagblaðsins Arbejderen og liðsmaður Alþýðuhreyfingarinnar gegn ESB í Danmörku.
Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og stjórnarmaður í Heimssýn,
Umræður og ráðagerðir.
Hluti af Rauðum dögum í Reykjavík
23.7.2009 | 14:13
Fella það strax!
Æskilegt væri að fella þennan ófögnuð strax.
Einnig væri ásættanlegt að skoða það betur og taka til þess lengri tíma, og fella það svo.
Það er ekki ásættanlegt að íslenskir skattborgarar borgi brúsann.
![]() |
Icesave sett á ís? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 13:46
Hagsmunir
![]() |
Biden réttlætir stríðið í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 00:16
Borgum ekki
![]() |
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |