Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Rauðir dagar

Ég vek athygli á Rauðum dögum í Reykjavík:

Fimmtudag: ESB? Nei takk!

Föstudag: Kreppa og bylting

Laugardag: Útifundur fyrir sjálfstæði Íslands og Hugmyndasmiðja og kvöldverður


"girðir af Vesturbakkann"

Látum það vera þótt átta metra hár múr með varðturnum, rafmagns- og gaddavírsgirðingum, jarðsprengjubeltum og eftirlitsmyndavélum sé kallaður "girðing" -- en að segja að hann "girði af" Vesturbakkann er beinlínis ósatt. Múrinn skiptir girðir Vesturbakkann í sundur -- skiptir honum í land sem Ísrael ætlar sé rað innlima með landtökubyggðum, og sundurlimuð svæði þar sem Palestínumenn fá náðarsamlegast að hírast að sinni.
mbl.is Vesturbakkagirðingin verður ekki fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárkúgun

Ég held að það sé ekki spurning, að hlið Evrópusambandsins lokast ef við neitum að taka IceSave-ábyrgðir á okkur. Það er ein af mörgum góðum ástæum til þess að neita því. Þessi Verhagen er óvæntur bandamaður. Nei við IceSave, nei við ESB!

Vek athygli á Rauðum dögum í Reykjavík:

Fimmtudag: ESB? Nei takk!

Föstudag: Kreppa og bylting

Laugardag: Útifundur fyrir sjálfstæði Íslands og Hugmyndasmiðja og kvöldverður


mbl.is „Loftfimleikar til heimabrúks“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá er brattur

Það er ekki ásættanleg niðurstaða úr IceSave-máli, að Íslendingar taki á sig ábyrgð vegna þess. Erlendir kröfuhafar geta skipt á milli sín erlendum eignum bankanna, sem eiga að vera svo miklar. Íslenskir skattgreiðendur eru ófærir um það og auk þess er það hvorki réttlátt né nauðsynlegt. Þetta er vitað og það lítur vægast sagt illa út þegar íslenskir stjórnmálamenn eru að berjast fyrir því að íslenska ríkið undirgangist þennan ófögnuð og beita jafnvel hótunum að hér fari allt til andskotans nema við -- ja, nema við förum til andskotans með því að smaþykkja IceSave.

Allt þetta blaður fer líka ósegjanlega í taugarnar á mér. Bretar og Hollendingar eru sagðir hafna dómstólaleið. Hvers vegna ættu Íslendingar þá að ganga á eftir þeim? Hvað ef málið væri bara óleyst og ef þeir vildu ekki dómstólana yrðu þeir bara að útskýra það sjálfir fyrir sínum umbjóðendum? Og "réttaróvissa um innistæðutryggingar" -- síðan hvenær er það í verkahring íslenskra skattreiðenda næstu áratugina að ábyrgjast einhverja "réttarvissu" fyrir alþjóðlegt auðvald? 

Steingrímur segist ekki vilja ræða hvað gerist ef Alþingi fellir IceSave. Er ég ósanngjarn ef ég skil það þannig að það sé ekkert plan B?


mbl.is Tjáir sig ekki um ummæli Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert á VG að stefna?

Fundur umræðuhóps sósíalista innan VG, þriðjudag 21. júlí kl. 20 í Suðurgötu 3 í Reykjavík.

Er flokkurinn á réttri leið í ríkisstjórninni?

    * Hvað með ESB-aðild?
    * Hvað með Icesave-málið?
    * Hvað með velferðarkerfið og önnur mál?
    * Hvaða aðrir valkostir eru í stöðunni?

Stuttar framsögur og umræður.

Allir eru velkomnir, ekki síst þingmenn VG.

Leiðin til þess....

Leiðin til að stækka herinn er að rýmka kröfurnar, þ.e.a.s. lækka þröskuldinn. Nú þegar eru þeir farnir að hleypa t.d. dæmdum glæpamönnum og nýnasistum inn. Án þeirra næðu þeir ekki markmiðum sínum um fjölda nýrra hermanna.
mbl.is Bandaríkjaher stækkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæfulegt

Ríkið bjargar þessu með ærnum tilkostnaði ... til þess að selja það aftur. Frábært.
mbl.is Kröfuhafar eignast Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldeilis friðarviljinn

Austur-Jerúsalem er höfuðborg Palestínu. Ísraelar hertóku hana 1967 og innlimuðu ólöglega í Ísrael, ólíkt hinum herteknu svæðunum. Krafa þeirra er að óskipt Jerúsalem verði í heild hluti af Ísrael -- ekki hugsanlegu ríki Palestínumanna -- og verði höfuðborg Ísraels eins -- en ekki Palestínumanna. Byggingar landtökubyggða þar þjóna þeim tilgangi að styrkja kröfuna með því að fjölga gyðingunum þar. Sá ísraelski stjórnmálamaður sem vildi frið við Palestínumenn mundi ekki leyfa frekari landtökubyggðir. En það hélt varla neinn að Benyamin Netanyahu vildi frið, er það?
mbl.is Heimilar landnemabyggðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veslings Davíð

Hver er svona hjartalaus, að úthella sínum eigin dapurlegu sálarflækjum með þessum hætti yfir saklausar bifreiðar og mannvirki Davíðs Oddssonar, sem ávallt stóð eins og klettur í öldurótinu sem sverð og skjöldur alls þess sem er gott og fallegt? Ég legg til að efnt verði til þjóðarátaks um fjársöfnun til að bæta tjónið.
mbl.is Egg og níð á hús Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær góðar ástæður til að hafna IceSave

Fyrir utan óréttlætið, möguleikana og það allt -- rökin sem maður heyrir daglega gegn IceSave-skuldbindingum -- hníga a.m.k. tvenn rök enn að því að fella þær. Þá lokast nefnilega Evrópusambandið fyrir okkur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líka!
mbl.is Daily Mail: Getur skaðað stöðu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband